mánudagur, júní 21, 2010
Þar sem vörðurnar 5 mætast
Um komandi helgi er víst Jónsmessuhelgin og þá er mikið um húllum hæ í Básum á Goðalandi. Það er líka nánast óskifuð regla að þá er líka síðasta undirbúnings-og eftirlitsferð V.Í.N. fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Alltaf eru einhverjir sem kanna gönguleiðina yfir Hálsinn sem aðrir sem koma bara grillið og varðeldinn. Verði ekki veðurfar eins og 2004 er ætlunin að ganga en hafa bara viðeigandi hlífðarbúnað með. Þar sem ekki er neitt rosalega langt í þetta þá væri ágætt að heyra í fólki og hvað það hefur í huga hvort sem það er að labba eða bara að drekka bjór. Að ýmsu er að hyggja fyrir þessa helgi eins og þekkt er. Annars er bara að fjölmenna og slá fjöldametið frá 2003
Endilega tjáið ykkur í skilaboðaskjóðunni hér að neðan hvað fólki liggur á hjarta
Kv
Göngudeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!