mánudagur, október 11, 2010
Ríkisfan(n)tur
Rétt eins og hér var talað um var ætlunin að bæta við þeim 23ja í safnið um helgina og var stefnt á Fanntófell.
Ekki var svo verra þegar Kaffi stakk upp á því á flöskudeginum að halda í Ríkið á laugardag. Væri ekki amalegt að komast í pottinn eftir gönguna og tala nú ekki um grillið maður.
Það voru svo tvær mannenskjur sem heldu af stað úr höfuðborginni um hádegisbil á laugardag á Rex upp á Kaldadal. Uppganga á Fanntófell tókst með ágætum í sumarblíðunni og var alveg hægt að njóta þar útsýnis til allflestra átta. Eftir nokkrar toppamyndir og eins og eina samloku eða svo var haldið aftur niður á veg svo hægt væri að komst í skála og fá sér eins og einn öl eða svo.
Þegar í Ríkið var komið var þar gestgjafi mættur ásamt Jarlaskáldinu, á Sigurbirni, og hjónaleysunum VJ og HT, á Blondí. Ekki leið á löngu þar til að hitað var upp í grillinu og hinum ýmsu landbúnaðarvörum skellt þar á. Ekki vildi betur til en að HT fékk skyndilega heilzubrest og þurftu þau hjónaleysin því frá að hverfa í fyrra fallinu sem var heldur leiðinlegt. Við hin sem eftir urðum skelltum okkur í pottinn þar sem maður skolaði af sér svitann undir stjörnubjörtum himni.
Sól og blíða tók svo á móti okkur er við vöknuðum á morgni messudags. Eftir hinn hefðbundnu morgunverk þe morgunmat, messu og mullersæfingar var haldið til byggða. Leiðin sem var fyrir valinu var vestur og suður fyrir Hlöðufell, gegnum Rótarsand og endað niðri á Miðdal við Laugarvatn, þar sem hugmyndin var að skella sér í fótabað þó svo það hafi ekki alveg tekist.
Myndavél var með í túrnum og að sjálfsögðu er afraksturinn kominn á síður lýðnetsins. Má nálgast þær hér
Kv
Jeppadeildin í samstarfi við Göngudeildina
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!