fimmtudagur, ágúst 19, 2010
Seinni hluti
Svona til að halda í hefðina var sumarfrí og smá túr tekinn eftir Þjóðhátíð.
Byrjað var á að fara á Snæfellsnes þar sem rölt var upp á tvo hóla, Stapafell og Hreggnasa, sem og tvær nýjar náttúrulaugar teknar í úttekt sem voru þau hjón Sigga og Stjáni.
Þegar þar byrjaði að rigna var haldið norður yfir Holtavörðuheiði og eitt fjall á Vatnsnesi toppað sem hefur það skemmtilega nafn Grundarhlass. Þarf varla að koma neinum á óvart en þar lét líka rigningin sjá sig svo ekið var sem leið lá uns það hætti að rigna. Var það í Skagafirði og slegið þar uppi tjaldi og gist til tveggja nátta. Tindastóll var toppaður og eftir sund í kapítalismalauginni á Hófsósi var haldið heim að Hóla og næturdvöl höfð þar. Það er svæði sem má kanna nánar með freistandi toppum í kring og notalegu tjaldstæði í miðjum skógi. En hvað um það. Í Hjaltadal er líka náttúrulaug sem þurfti að máta og ber það frumlega nafn, á þessum slóðum, Biskupslaug. En auk þess var messudeginum ma eytt á bílasafni og á sveitabæ. Nenni eiginlega ekki að hafa þessa upptalningu lengri og læt bara Sony cyber shoot tala sínu máli hérna
Kv
Stebbi Twist
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!