Jæja, þá heldur sögustundin áfram og nú er komið að árinu 2001. Þar sem sagnaþulur var við nám erlendis á þessum tíma, að afla þekkingar og vizku fyrir land og þjóð, þá verður þessi hluti í styttra laginu. Sömuleiðis verður einungis byggt á sögusögnum og munnmælasögum.
Haustið 2001 var La Grande Bouffet haldið við Apavatn. Grillað var læri og víst mikið drukkið. Sögur segja að sumir hafið sofið í bílnum sínum aðfararnótt messudags. Hafi einhver meira við þetta að bæta skal þeim sama bent á athugasemdakerfið hér að neðan. Því miður eru engar myndir af þessari veizlu á netinu. Hvort sem það er vegna þess að ekki var stafræn myndavél með í för eða hreinlega að myndirnir séu ekki birtingarhæfar skal ósagt látið.
Kv
Manneldisráð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!