mánudagur, ágúst 18, 2008

Hafragrautur



Þá er loksins komið að því að draga hjólhestana aftur fram úr geymslunni og brúka þá í V.Í.N.-ræktinni núna komandi þriðjudag. Nú skal hjólað í átt að Hafravatni og jafnvel eitthvað um þær slóðir ef vel liggur á mannskapinum.
Ætli það sé ekki skást að hafa hitting við tíkina í túninu í Grafarholtinu og eigum við ekki að segja kl:19:00. Það er svona orðinn þokkalega sígildur tími. Hugsanlegt að Skáldið vilji eitthvað um tímasetninguna að segja og að sjálfsögðu mun hjóladeildin verða við óskum þess. Bara að sem sem flestir komi til með að sjá sig og komi sér í smá form fyrir drykkjuómenningarnótt.

Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!