fimmtudagur, október 16, 2008

Hvað gjöra skal

Svona meðan námsefni síðustu helgar er enn í ferski minni er kannski ráð að nýta þekkinguna og blása smá lífi í blessuðu V.Í.N.-síðunna.
Eftir léttar samræður við Skáldið í gær kveiknaði sú hugmynd að kannski reyna nota helgi komandi til gera eitthvað sniðugt. Ekkert var svo sem ákveðið í þeim efnum né hvenær. Eins og áður sagði er kannski málið að koma sér að verki hvort sem það yrði létt rölt á einhvern hæfilegan hól, hjólahringur eða bara sundsprettur í Reykjadalslaug.Taka skal það fram að Ripp, Rapp og Rupp eru víst að fara í gleði annaðkveld svo það smurning hve sprækir menn verða á laugardag. En það kemur allt í ljós þegar þar að því kemur.
Hafi fólk tillögur þá er um að gera að koma þeim á framfæri í athugasemdakerfinu hér að neðan

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!