Nú er síðasta vikan í júlímánuði rétt hafin og það táknar að það styttist í V.Í.N.-rækt þessarar viku. Takið eftir að dagskrárliðnum þessa vikuna hefur verið frestað um einn sólarhring. Já, það verður ástunduð rækt fyrir líkama og sál á miðvikudag en ekki þriðjudag eins og venja er. Nú kunna einhverjir sjálfsagt að spyrja: Af hverju? Jú, því er auðsvarað. Litli Stebbalingurinn verður á vakt á þriðjudagskveldið og ákvað hann upp á sitt einsdæmi að fresta þessum lið um einn dag. Hvað um það komum nú efni vikunnar.
Í þetta skiptið skulu hjólin dregin fram og skal skundað á Álftanesið þar sem aldrei að vita nema kíkt verði í kaffi og kleinu hjá grísabóndanum á Bessastöðum.
Hittingur skal verða við nýja rafveituhúsið sem reyndar brátt tilheyrir sögunni svo það er um að gera að nota þessi síðustu tækifæri til hittings þar. Tíminn tja ætli það sé ekki ágætt að hittast svona 19:00 amk fyrir úthverfaprinsana. Þeir sem búa annarsstaðar í borginni, eða nágrannasveitum, er óhætt að mæla sér mót við oss á leiðinni út á nesið. Fer allt eftir nánara samkomulagi.
En hafi fólk eitthvað við það að athuga með tíma eða annað er því frjást að tjá sig um slíkt hér í athugasemdakerfinu að neðan. Annars sjáumst bara sem flest á MIÐVIKUDAG, ekki þriðjudag.
Kv
Hjóladeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!