mánudagur, september 22, 2008

Saga LGB: Part III

Nú er komið að árinu 2002 og þá var Matarveizlan mikla haldin í Ölfusborgum eða Ölvunarborgum eins og gárungarnir vilja nefna staðinn. Er það samdóma álit flestra að þetta sé lakasta LGB hingað til og verður vonandi svo um ókomna framtíð. Ástæður þess eru líklegast nokkrar og ma lítill og óhentugur bústaður, nálægðin við Hveragerði, sáum ljósin allan tíman og nánast í bakgarðinu á heilzuhælinu. En hvað um það.

Flöskudagskveld eitt í upphafi nóv.mánuðar var haldið sem leið lá austur yfir Hellisheiði. Fyrst fóru og í samfloti:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið

á Willy.

Maggi á móti
Elín
Adólf

á Pela.

Seinna um kvöldið komu svo

Justa
VJ
Tiltektar-Toggi

á Bronson

Síðust mætti svo Hrafnhildur.

Allt fór fram með kyrrum kjörum þarna og bauð Alda upp á ammælis súkkulaðiköku og mjólk. Takk fyrir það.

Laugardaginn rann upp kaldur og bjartur. Eftir að hafa komist að því að búið væri að loka gufunni og horfa á City hafa sigur á nágrönnum sínum var haldið í Hnakkaville. Þá hafi Magnús frá Þverbrekku mætt á svæðið og var hálf slappur greyið. Sumir fóru þar í sund en aðrir fóru í böku og bolta.
Er komið var til baka var farið að huga að matargerð. Blaðlaukssúpa í forrétt og folaldalundir í aðalrétt. Æði ljúft. Það átti nú heldur betur eftir að bætast í hópinn.

Jolli og Ríkey mættu í matinn. Dilla tók sér smá pásu frá læknabókum og kom rétt eftir mat ásamt því að sjálfur meistarinn Kiddi Rauði kom líka hress og kátur að vanda.
Eftir mat hófst almenn drykkjulæti og því miður endaði kvöldið frekar leiðinlega. Einhverjur gaflarar í næsta bústað voru ekki hressir með blaut handklæði og til að gera langa og leiðinlega sögu stutta þá endaði kvöldið með því að VJ var nefbrotinn.
Eðlilega datt aðeins stemning úr hópnum við þetta þó sumir hafa varla tapað gleðinni. Hvað um það.

Fólk var svo misþunnt á sunnudeginum og eftir tiltekt var bara komið sér heim.
Var það niðurstaða þessarar helgi að fara aldrei aftur í Ölfusborgir sama hvert tilefnið er.
Ekki eru til neinar myndir á lýðnetinu úr þessari bústaðaferð. Sem er kannski ágætt.
Það er samt engin ástæða að leggjast í eitthvað þunglyndi heldur bara að láta sér hlakka til 3.okt.

Kv
Manneldisráð

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!