fimmtudagur, september 11, 2008
LGB 2008
Rétt eins og Skáldið kom að í ritlingi hér að neðan þá er farið að styttast betur heldur í Matarveizluna miklu þetta árið. Í kjölfarið fóru nokkrir aðilar á fullt við að leita að hentugu húsnæði fyrstu helgina í oktober. Eru núna, í þessum skrifuðu orðum, fáeinir staðir sem eru nú í athugun.
Er það mál manna í undirbúningsnemdinni að ágætt væri að fá að sjá nokkurn veginn hve margir hafa hug á því að láta sjá sig og éta á sig gat. Ekki væri verra ef einstaklingar myndu nú barasta staðfesta sig í leiðinni. Slíkt myndi verða gjört í athugasemdakerfinu hér að neðan. Er þetta gert til þess að sjá hvaða kofa sé málið að negla niður. Þegar það er svo komið verður farið að huga að matseðlinum.
Kv
Manneldisráð
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!