fimmtudagur, desember 04, 2008

Aðventan á Agureyrish



Kannski eins og einhverjir vissu af þá skrapp skíðadeildin í aðventuferð til að undirbúa jólin og starta skíðavertíðina þennan veturinn. Samtals fóru 7 hausar, 5 á flöskudeginum en svo 2 á laugardeginum.
Rennt var á laugardeginum þrátt fyrir kulda og hroll og að sjálfsögðu voru teknar bjórpásur. Allt annað fór fram skv venju, sund, bjór, Greifinn, meiri bjór og lendur skemmtanalífsins.
Á messudag var tekið aðeins rólegra, lumma, ís í Vín og lokum flugsafnið. Síðan fór fólk að týnast suður yfir heiðar. Þó missnemma og með sitthvorum ferðamátanum. Nokkrir drengir skríðu reyndar til Agureyrish um það leyti sem undirritaður var að fara í flug en þeir áttu eftir að sitja saman 7 í einum til Höfuðborgarinnar.
Það eru loks komnar myndir ef svo ólíklega skyldi vera að einhver þarna úti skyldi hafa áhuga og nennu til að skoða. En þær má skoða hérna

Kv
Skíðadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!