mánudagur, september 08, 2008

Í réttum er þetta helst



Það er viss haustboði þegar réttir landsins hefjast. Síðustu ár hefur landbúnaðardeild V.Í.N. lagt leið sína í rétt eina hér á landi. Reyndar með undantekningu í fyrra. Helst telst það til tíðinda að VJ lét loks sjá sig.
Farið var í tveimur holum í því fyrra voru

Hafliði
Adólf
Jarlaskáldið

á Sigurbirni

Eitthvað á eftir þeim fóru svo tveir drengir

Stebbi Twist
VJ

og kom Nasi þeim á staðinn sem og að bera tvo hjólhesta að auki.

Flöskudagurinn var frekar rólegur enda var vaknað snemma á laugardeginum og hafist handa við að draga fé í dilka. Gekk það með ágætum. Um hádegi var farið að reka féið heim á bæ. Þar komu hjólhestafákarnir við sögu og kom það heimamönnum spánskt fyrir sjónum að sjá slík tæki til smölunnar á íslensku sauðkindinni. En það verður að segjast að hjólhestarnir komu vel út í þessu verkefni. Allt var með hefðbundnu sniði, Kjötsúpa, heimarétt, hangið læri, söngur og réttarball. Fínasta stuð alveg hreint. Sunnudagurinn var svo mis lagskýjaður hjá fólki.
Sé vilji hjá lesendum að sjá hvernig allt fór fram er það hægt hér og hérna.
Landbúnaðardeildin þakkar fyrir sig

Kv
Samvinnuhreyfingin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!