laugardagur, ágúst 09, 2008

Skorrahjóladalur



Svona rétt eins og kom fram hér í færslunni að neðan var stefnan tekin á Skorradal um helgina. Þrátt fyrir yfirlýstan áhuga allnokkura þá varð mæting heldur dræm þegar á reyndi. Taka skal það fram að fyrirvarinn var heldur stuttur. En engu að síður var ekki margmennt nema tvímennt geti talist til margmenni. Þeir sem fóru voru:

Stebbi Twist
Yngri Bróðurinn

2.stk Gary Fisher og sá Nasi um að koma mönnum og hjólum til og frá Reykjavík.

Eftir kveldverð á flöskudagskveldið var ekið sem leið lá um Uxahryggi og komið við í Krosslaug þar sem menn komu heilagir upp úr. Fínasta laug þrátt fyrir að varla getað talist með þeim stærri. Er í Skorradal var komið var tjaldið í Selskógi, hjólin græjuð stuttu síðar var gengið til svefns.

Vaknað var hæfilega snemma á laugardag og eftir loka undirbúning var lagt af stað. Ekki var komið langt á leið er Yngri Bróðurinn þurfti að snúa við vegna dúndrandi höfuðverks. Var ekkert annað í stöðunni fyrir Litla Stebbalinginn nema halda einn áfram hringinn. Þar sem engar voru verkjatöflur með í för ætlaði kauði að bruna í Borgarnes og útvega slíkt og koma svo á móti Stebbalingnum. Skemmt er frá því að segja að undirritaður fór mestan hluta leiðarinar einn síns liðs en Yngri Bróðurinn kom svo á móti er ca 10 km voru eftir. Það verður að segjast að þetta er æði skemmtileg leið og má alveg endurtaka við betra tækifæri og þá vonandi með fleiri þátttakendur
Ný sundlaug, við Kleppjárnsreyki, var vígð og er það hin sæmilegasta sveitalaug. Er sundferð lauk átti að grilla en fyrst var það smá kría. En viti menn þá byrjaði að rigna og við það duttu menn aðeins úr stuðinu þar sem ekki virtist ætla að stytta upp. Var það því niðurstaðan að pakka niður og koma sér í bæinn.
Það var síðan farin æði skemmtileg leið til að komast niður á þjóðveg nr:1 eða línuveginn yfir Skarðsheiði sem undirbúning fyrir næstu hjólaferð. Fínasta jeppó það og skemmtilegasti slóði. Það var síðan rúmlega 22:00 sem komið var aftur í borg óttans.Hafi einhver áhuga og nennu má sá hinn sami skoða myndir en til að nálgast þær er það gert hér

Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!