miðvikudagur, október 01, 2008

Bíltúr dauðans

Það hefur nú vart farið framhjá nokkrum lesandi manni að La Grande Bouffet er núna um komandi helgi. Þrátt fyrir að megin tilgangurinn sé að éta sig saddann þá snýst nú ekki öll helgin um eldamennsku. Það þarf nú líka að gera eitthvað af sér á laugardeginum og þá hefur bíltúr æði oft orðið fyrir valinu og helst eitthvað jeppó.
Jeppadeildin ætlar ekki að skorast undan ábyrgð og koma nú með tillögur.
Fyrst ber að nefna að einum hafði dottið í hug að kíkja upp að Hagavatni en sá stóri galli er á því að þar er ekki hægt að taka hring.
Annað er fara Tangaleið þe frá Gullfossi og að Hólaskógi (þar sem er ekki stingandi strá).
Svo væri líka í stöðunni að fara Skáldabúðaheiði og taka síðan Tangaleið annaðhvort til austurs eða vesturs. Líka er hægt að halda áfram í norðurátt að Sultarfitum. Taka slóða þaðan inná Gljúfurleit og enda við Stultartangastöð.
Hver svo sem loka niðurstaðan verður þá er það lagt til að endað verði í Hrunalaug. Þar sem þetta verður á laugardegi er vel við hæfi að skella sér í laug og lauga sig. Enginn vill heldur vera skítugur við matarborðið um kveldið

Kv
Jeppadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!