sunnudagur, ágúst 31, 2008

Núna tekst það



Þá er kominn ný vika og mánaðarmót rétt að bresta á með haustið hinum megin við dyrnar. Af örsökum sem ekki verða tíundaðar hérna þá var V.Í.N.-rækt síðustu viku frestað. Núna á þriðjudaginn er stefnan að taka aftur upp þráðinn og halda upp Kerhólakamb á Esjunni. Það er nú farið að styttast í annan endan á formlegri dagskrá V.Í.N.-ræktarinnar þetta sumarið og síðasti sjéns að bregða sér með.
Hittingur þá eru það kunnulegar slóðir eða N1 benzínstöðin í Mosó. Ættum aðeins að kannast við okkur þar. Ætli það sé ekki fínt að hafa tímann 19:00. Sum sé þriðjudagurinn í Mosó og Kerhólakambur

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!