fimmtudagur, júlí 31, 2008

Den Gamle Kongevej



sem þetta ritar, sem og flest annað á þessari síðu, fór í dag sem aukaheiðursmeðlimur í æfingaferð með bílaflokki FBSR. Það var hittingur við Gasstöðina og þar voru samankomnir 3 flubbar og ein boðflenna. En þetta voru:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Maggi Brabrason

Byrjað var á því að skrölta gamla kóngsveg og endað á pullu á Þingvöllum. Síðan var aðeins tekin staðan á Leggjabrjóti. Síðan var endað á því að fara Mosfellsheiðina og Seljadal heim. Sæmilegasti bíltúr í blíðviðrinu. Sé vilji til þess er hægt að skoða myndir úr túrnum hér.

Kv
Jeppadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!