miðvikudagur, október 22, 2008

Tjaldað í október



Við V.I.P.-drengirnir erum víst, ásamt fleiri í B1, á leið í tjaldútilegu um helgina. Ferðaáætlunin hljómar víst upp á strætóferð (ekki svo spennandi) upp á Akranes þar sem rölta á víst upp á Akrafjall. Síðan á taka almenninginssamgöngur aftur til Reykjavíkur og fara úr einhverstaðar við vigtina sem stendur ekki langt frá Hvalfjarðargöngunum. Þar skal haldið upp í hinn yndislega Blikadal. Já, Blöndudalur, mannstu forðum daga hinn yndislega langaleiðinlega dal. En hvað um það.
Síðan á sunnudeginum á að labba yfir Esjuna og yfir á Móskarðahnjúka. Maggi B, við könnunumst nú aðeins við það.
Ekki er vitað hve mikið af Flugbangsunum lesa þessa blessuðu síðu en það er samt allt í lagi að benda fólki á að hægt er hita aðeins upp og sjá kannski eitthvað bíður þeirra sem ætla um helgina. Væri það gert með að skoða myndir. Fyrst frá Akrafjalli og þar er víst betra að taka stefnuna strax á réttan topp. Síðan úr gönguferð þar sem byrjað var að rölta upp á Móskarðahnjúka og yfir í Blikadal, svo gott sem að göngunum.

Kv
Nillarnir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!