miðvikudagur, september 10, 2008

La Grande Bouffe

Jæja, þá er það stóra spurningin, hvar og hvenær á að halda Bouffið í ár? Eftir umræður undirbúningsnefndar er dagsetningin 3. október talin heppilegust, og skal því stefnt á hana.
Annar og stærri höfuðverkur er hvar halda skuli gjörninginn. Það lítur út fyrir að nokkur fjöldi hafi áhuga á að mæta svo ekki veitir af stóru húsi, eða jafnvel fleiri en einu. Eru það því eindregin tilmæli undirbúningsnefndar að VÍN-liðar og velunnarar þeirra, sem hyggjast mæta í veisluna, kanni allar grundir í kringum sig, t.d. á Rafiðnaðarsambandið að sögn sæmilega stór hús í Svignaskarði og við Apavatn og Efling líka í Svignaskarði, bara svo eitthvað sé nefnt. Um að gera að tékka á þeim og öllu öðru sem fólki dettur í hug. Þetta er ósköp einfalt, ef allir halda að einhver annar muni sjá um þetta gerist ekki neitt. Sjálfur er ég búinn að tékka á mínu félagi og fékk hús helgina á eftir sem má nota ef ekkert betra býðst, en það er bæði of lítið og óheppilegur tími.

Góðar stundir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!