mánudagur, október 06, 2008

Takk fyrir matinn, hann var góður!



Hin árlega matarveizla La Grande Bouffe var haldin nú um nýliðna helgi. Þar voru saman kominn til éta á sig og skemmta sér í góðum hóp:

Lederhosen Hanz
Aron
Ásdís
á Hulk


Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
á Afa


Stebbi Twist
VJ
Bogga
komu á Nasa


Hlunkurinn
Adólf
á Krúsa


Kaffi
Jarlaskáldið
á Fífí

Þessa góða fólk kom á flöskudeginum. Sötraði öl, át snakk og fór í pottinn.

Laugardagur rann upp bjartur og fagur. Fyrsta skrefið var að möndla morgunmat sem var amerískar pönnukökur, sýróp, smjör, egg og beikon. Fljótlega var farið í bíltúr þar sem rangur misskilningur átti sér stað og vitlaus afleggjari valin. Slóðinn var síðan ekið uns honum lauk. Amk var þetta ný leið sem engin hafði farið svo þetta var ekki alslæmt. Í sárabætur var bara farið í sund í staðin í Hrunalaug.
Svo eftir að í bústaðinn var komið hófst matseld. Þá komu síðustu átvaglarnir

Hvergerðingurinn
Margrét
á Pass

Úff hvað maturinn var síðan góður og allt sem við átti að éta með því. Best að hafa þetta ekkert lengra heldur leyfa fóki bara að njóta mynda bæði til að rifja upp sem og sjá hverju það missti af.
Skáldið hefur sínar myndir hérna og hins vegar er hægt að skoða frá Litla Stebbalingnum hér

Kv
Manneldisráð

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!