fimmtudagur, júlí 31, 2008
Skítlegt eðli
Svona eins og kom fram hér og hér þá fór V.Í.N.-ræktin fram þessa vikuna á miðvikudegi vegna vinnuskyldu sumra. Eftir allt saman var þetta gott grín því hitamet var slegið í Reykjavík og allir sáttir.
Við nýja rafveituhúsið í Elliðaárdal hittust þrír drengir sem höfðu hug á hjólaferð. Þetta voru:
Stebbi Twist
Maggi Móses
Yngri Bróðurinn
Ætlunin var að stiga á sveif í gegnum Fossvoginn og hitta síðan Kópavogsbúann við botn Kópavogs er brunað yrði þar í gegn. Svo upp úr þurru hringdi síminn og þegar svarað var þá boðuðu tvær kvennverur komu sína. Ekki veitir af að hafa fulltrúa hreingerningardeildarinnar þegar heimsækja skal forseta vor. Svo var það við N1 stöðina í Fossvogi þar sem við hittum fyrir þær stöllur. En fyrir forvitna voru þarna á ferðinni
Bogga
Agnes
Þess má til gamans geta að þær eru fyrstu stelpurnar til að taka þátt í hjólhestaferð í V.Í.N.-ræktinni. Guðmundur Magni Ásgeirsson það.
Áfram lá svo leiðin inní Kópavog og áfram í gegn. Að vísu áttum við eftir að pikka einn félaga oss þarna upp og lá hann í mestu makindum er okkur bar að garði. Sjálfsagt hafa flestir gert sér grein fyrir um hvern var að ræða en það er auðvitað enginn annar en:
Blöndudalur
Nú var loks allur hópurinn samankomninn og var því ekkert til fyrirstöðu að koma sér áfram sem leið lá. Ferðin út á Álftanes gekk með ágætum og áttum við gott sightseen í gegnum Arnarnesið. Það þarf vart að lýsa veðurblíðunni sem var slík.
Ekki vildi svo forsetafíflið taka á móti okkur og getur hann bara átt sig. Þar sem V.Í.N. er mikið menningarfélag og var eitt sinn menningarfélag evrópu árið 2000 þá þótti það mikið ráð að taka út bæjarknæpuna, Bess-inn, ekki er beint hægt að fara fögrum orðum um þann stað en ölið var ekki verra fyrir það.
Síðan var barsta skundað sem leið lá heim. Farið var í gegnum Garðabæ og síðan er í bæinn hanz Gunnars var komið fór að týnast úr hópnum. En sá sem þetta ritar fór amk Kópavogsdalinn, gegnum Mjódd og endaði í Elliðaárdalum áður en heim var endað.
Þakka bara fyrir mig, frábæran hjólhestatúr og góðan félagsskap.
Ef fólk vill rifja ferðina upp nú eða sjá hvernig allt fór fram er það hægt hér.
Kv
Hjóladeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!