miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Komin í gagnið aftur



Þá er V.Í.N.-ræktin rúlluð aftur að stað eftir smá hvíld. Rétt eins og var auglýst hér þá var skundað í Stóra-Meitill núna fyrr í kveld. Það voru svo fjórir dregnir (mínus einn og plús annar) sem lögðu af stað frá Þrengslunum. Þetta voru:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Blöndudalur

Var þetta verk alveg prýðilegt eftir þessa pásu og tók alveg hæfilega á, bæði í tíma sem og líkamlega. Nenni eiginlega ekki að hafa þetta mikið lengra og eru sjálfsagt flestir fegnir því. Því er bezt bara að benda fólki á myndir úr túrnum.
Rétt eins og sjá má þá var Skáldið með og var hann líka vopnaður stafrænni myndavél. Fastlega má búsast við að kappinn verði búinn að setja sínar myndir fljótlega á lýðnetið. Líkt og hanz er von og vísa.
Hvað um það en sé áhugi fyrir hendi má skoða myndir hér.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!