Árið er 2003 og stefnan er tekin austur á Flúðir. Það var frekar fámennur hópur sem lagði í´ann á flöskudagskveldinu eða bara fjórir einstaklingar á tveimur bílum og farið var yfir Mosfellsheiði og Gjábakkaveg. Þetta fóru
Jarlaskáldið
Stebbi Twist
á Lilla
og þá hjónaleysin
Maggi Brabra
Elín
á Lúxa.
Frekar rólegt var yfir hópnum um kvöldið en þó voru nokkrir baukar, jafnvel station, kláraðir, étið snakk og skellt sér í pottinn.
Vaknað var í fyrra fallinu á laugardagsmorgninum enda stóð til að fara að jeppast. Sem og vígja Lilla í óbyggðum. Þrátt fyrir að þetta hafi verið í upphafi október þá var hvít filma yfir öllu er út var litið. Leiðin dag þennan lá í Gnúpverjahrepp og þar upp á Skáldabúðaheiði. Er komið var á Tangaleið beygðum við í vestur átt til að enda aftur á Flúðum. Er komið var til baka hafði engin skilað sér austur. En það átti nú heldur betur eftir að breytast.
Fyrst á svæðið voru
Tiltektar-Toggi
Dilla
Alda
á Mitsa
Siðan komu aðrir þungaviktarmenn í kjölfarið. VJ, Gvandala-Gústala, Tuddi Tuð og Snorri með einhvern gest. Jökla-Jolli og Ríkey mættu svo er tekið var til matar.
Talandi um mat þá man sagnaþulur ekki hvað var í forrétt en tarfurinn hrefna var grillaður sem aðalréttur. Fínasta kjöt það.
Þegar leið á kveldið kom Adólf flestum á óvart með verðlaunaafhendingu en þarna var Bokkan veitt í fyrsta skipti og hefur verið veitt ætíð síðan. Þeir sem fengu þetta árið voru
Litli Stebbalingurinn fyrir óheppni ársins
Skáldið fyrir dauða ársins
VJ fyrir friðarspillir ársins
Magnús frá Þverbrekku fyrir aumingi ársins
Allt gekk svona og svona. Amk stóráfallalaust fyrir sig og held ég að allir hafi náð svo að skila sér heim á messudegi.
Skemmtileg tilbreyting er að það voru myndavélar með í för þarna. Maggi er með sínar til sýnis hér. Síðan má skoða frá þáverandi hirðljósmyndaranum hérna
Kv
Manneldisráð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!