miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Vaðallundur



Þrátt fyrir að menn væru enn að jafna sig eftir Þjóðhátíð þá ákváðu Bogi og Logi að nota aðeins sumarfríið og skella sér úr bænum. Það var nú frekar lágskýjað svo lendingin var að hafa þetta allt saman í auðveldari kantinum. Eftir nokkrar vangaveltur og hafa rýnt í veðurkort varð niðurstaðan að halda ve(r)stur á bóginn. Tjalda í Bjarkarlundi og koma við í laug á leiðinni. Svo skyldi gengið á Vaðalfjöll.
Það má alveg segja að þetta plan hafi gengið eftir. Það var lagt´ann seinni part þriðjudags. Grafarlaug var prufuð á leiðinni á næturstað og var sú laug svona lala en það er allavega búið að prufa. Þegar á næturstað var komið og tjöldun lokið (það er hátíð að reka niður tjaldhæla í Skaftafelli í samanburði við Bjarkarlund) var grillað léttmeti. Fljótlega eftir kveldhressingu var farið í draumaheima.
Um hádegi var haldið til fjalla og var gangan alveg hæfileg m.v ástand manna en gangan var fremur auðveld og útsýni gott af toppnum. Göngusvitinn var skollaður í burt í Grettislaug á Reykhólum.
Smá krókur var tekinn á heimleiðinni m.a komið við á partíeyrinni Borðeyri og í gegnum Borgarfjörðinn. Nenni ekki að rita meiri texta en bezt að láta myndir tala sínu máli en það má gjöra hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!