laugardagur, desember 20, 2008
Leitin að jólasveinabræðrunum
Rétt eins og enginn tók eftir í færslunni hér að neðan var stefnan, annað árið í röð, að skella sér á Esjuna. Svona til að hliðra aðeins til fyrir jólasteikinni og afstressast aðeins. Þar sem enginn nennti að lesa auglýsinguna hafi ekki nokkur kjaftur boðað sig með, að vísu hafði einn afboðað sig, þá var bara einmennt í þessa göngu. Reyndar var ekki farið alla leið upp á Þverfellshorn heldur var það látið duga að fara upp að steinn. Ágætis göngutúr í fínu veðri en verst er þó að engir af þeim jólasveinabræðrum skyldu vera sjáanlegir. En hvað um það. Vilji fólk sjá sjáfumglaðar sjálfs-og montmyndir af Litla Stebbalingnum í fjallgöngu er það hægt hér.
Kv
Göngudeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!