fimmtudagur, september 18, 2008

Saga LGB:Part I

Það hefur vart farið framhjá neinum sem les þessa síðu reglulega að fyrirhuguð er Matarveizlan mikla nú eftir tvær vikur. Eftir mikið japl, jamm og fuður er komið húsnæði á Flúðum er ekkert nema gott um það að segja.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve V.Í.N. er félag mikila hefða og er La Grande Bouffe ein þeirra stærst. Þar sem veizla þesssa árs er rétt handan við hornið er ekki úr vegi að fara yfir söguna á bakið þetta allt saman. Verður það gert núna og einhver næstu kveld. Góða skemmtun

Það var í lok ágúst mánaðar aldamótaárið 2000 að VJ áskotnaðist bústaður við Kirkjubæjarklaustur í gegnum Ella rafmagn. Átti hann bókaðan bústaðinn en þurfti að rjúka til Köben að selja eða kaupa þráðlaust rafmagn og við græddum á því. Það tókst síðan að smala saman fimm drengjum saman með stuttum fyrirvara, ca hádegi á flöskudegi, til að koma í bústaðaferð austur. Nánast strax var ákveðið að hafa sameiginlegan kveldverð á laugardagskveldinu og það þarf vart að koma neinum á óvart að rolluafturhásing ásamt tilheyrandi meðlæti varð fyrir valinu. Einfalt og þægilegt.
Það var síðan brunað sem leið lá austur á boginn um kveldið á tveimur bílum

VJ
Stebbi Twist
Jökla-Jolli

á Hispa

og í kjölfarið komu

Tiltektar-Toggi
Maggi Móses (sem var ágætlega í glasi við komuna)

á Woffa.

Eitthvað að bjór var drukkið á föstudagskveldinu og spjallað.

Eftir tímatökur og morgunmat á laugardeginum var farið að huga að því að koma sér af stað. Ætlunin var að taka bíltúr um Lakagíga og tróðum við okkur 5 stykki í Hispa og héldum sem leið lá. Ferðin gekk vel og ekki er annað hægt að segja en vel hafi farið um okkur sem sátum afturí. Við komust svo hringinn á benzíngufunum en tókum smá stopp við Fjaðurá og röltu nokkrir Fjaðrárgljúfur. Nokkuð magnað.
Eftir að skyggja tók var hafist handa við matar-og sósugerð. Er það mál manna að vel hafi tekist til og allir urðu saddir jafnvel úttróðnir af mat þetta kveld. Komist var líka að annari niðurstöðu en það er ekki mikið líf á Klaustri á laugardagskveldi fyrir utan einn hund. Kannski eins gott því menn voru illa saddir þetta kveld.
Sunnudagurinn þá var bara farið þjóveginn heim enda menn ennþá á meltunni.
Þarna var nú upphafið á þessu öllu saman og til eru myndir frá þessu. Þær má skoða hér.

Kv
Manneldisráð

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!