sunnudagur, nóvember 02, 2008

Hjólhestatúr á laugardegi



Rétt eins og sjá má hér að neðan voru uppi hugmyndir með að gera eitthvað af sér síðasta laugardag. Uppi voru hugmyndir og kom líka Hvergerðingurinn með eina um hellaferð. Er það prýðishugmynd sem vel væri þess virði að láta verða að veruleika með gott tækifæri. Engu að síður var það lendingin að taka stuttan hjólatúr og á endanum voru það þrír drengir, að vísu ekki þremenningarnir þrír, sem fóru. Það voru:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Raven

Hist var niðri við Flubbahús og hjólað þaðan. Farið var út á Nes og með sjónum niður í bæ og snædd þar pylsa. Síðan var endað í gufu niðri í Flubbahúsi svona rétt áður en menn fóru í fjáraflarnir. Sum sé ágætasti hjólhestatúr að hausti í smá roki og mótmælum. Það þarf vart að koma neinum lesanda á óvart að myndavél var með í för. Fyrir vandláta má skoða myndir fá deginum hér.

Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!