fimmtudagur, október 30, 2008

Komandi helgi, en þó ekki Helgi

Það stefnir allt saman í það að maður eigi loks fríhelgi framundan. Með smá undantekningu þó og ætla allir að verzla amk einn Neyðarkall af okkur þremenningunum þremur um helgina.
Fyrst lítið sem ekkert er á dagskráninni er um að gera að finna sér eitthvað að gera. Undirrituðum var að detta í hug að kíkja upp á Keili á laugardag. Svo var líka kominn upp önnur hugmynd í kollinum en það var að taka þá hjólatúr í staðinn. Sá hjólatúr myndi vera í kringum Reykjavík. Byrja við Elliðaárdal, gegnum Fossvoginn út á Gróttu og svo með Sæbrautinni til baka.
Hafi einhverjir áhuga að taka þátt í þessu nú eða einhverju allt öðru þá endilega látið vita og verið óhrædd að tjá ykkur í athugasemdkerfinu hér að neðan. Hvort sem fólk er inni eða úti.

Kv
Heilbrigðissvið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!