mánudagur, september 01, 2008

Síðsumarbústaðarferð



Þó svo að stefnan hafi verið tekin á tjaldútilegu um síðustu helgi þá endaði það með því að allir gistu með þak yfir höfuðið.
Svenni Sjöþúsundkall útvegaði bústað á kunnulegum slóðum við Kiðjaberg og frétti undirritaður að þangað ætti að fara seinni part laugardags. Sá sami kom nú reynda síðastur á svæðið.
Þar voru fyrir:

VJ
Jarlaskáldið
Svenni Sjöþúsund
Gaui
Krummi
Agnes
Bogga

En þess má geta að fjögur úr hópnum komu við í Hrunalaug. Svo nú er komin pressa á að taka þar umferð í heimsbikarmótinu í Sprettlellahlaupi.
Allt fór svo fram eftir hefðbundinni dagskrá bjór, grillað, drukkið bjór, spilað, pottaferð,sprettspellahlaup, tónlistarhlustun og pönnsur.
Síðan var legið í þreytu og leti fram eftir á messudag. Reyndar bættum við einu ,,fjalli´´ við í tindatalið. Svona áður en farið var út að borða. Þríréttað á KFC. Ekki slæmt það.
Sé áhugi má skoða myndir hér

Kv
Bústaðardeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!