Þrátt fyrir norðan garra þá gekk förin að óskum og báðir tveir leiðangursmanna náðu að toppa. Óhætt að segja að það hafi verið kalt á toppnum enda blés þokkalega að norðan en samt tæpast til að kvarta undan. Það furðulegast er, en samt ekki, að það var meira rok í sundlauginni á Akranesi. En hvað um það. Þótt það hafi tekið tæpa viku þá hafðist það að lokum og komnar eru myndir á lýðnetið. Þær má nálgast hér
Einhvern tíma um daginn (sjálfsagt yfir bjórglasi) kom upp sú hugmynd að heilsa nýju ári með því að bregða sér út fyrir bæjarmörkin um eins og næturbil, gista eina nótt, grilla soldið ket og drekka soldinn bjór. Gríðarlega frumleg hugmynd og allt það, og til að toppa frumlegheitin var blessuð Þórsmörkin valin sem áfangastaður. Ojæja, if it ain't broke, why fix it? Spakir menn hafa unnið eilitla forvinnu og komist að því að fullt er í Básum umrædda helgi (2.-3. janúar) en hins vegar laust í Langadal. Vissara er þó að hafa snör handtök ef við viljum láta skjóta yfir okkur skjólshúsi þar, aldrei að vita hvenær fyllist...
Semsagt, bjór, grill og gaman í Mörkinni á nýju ári, viltu vera með? Svör óskast í athugasemdakerfi, eða eftir öðrum viðurkenndum leiðum.
Jæja, þá er komið að enn einum árlegum hlut innan þessa félags þó svo það hafi nú aldrei náð að vera fjölmennar. Allt frá einmennt upp í að verða tvímennt. Fækkað um einn ár frá ári og vonum að þróunin verði ekki sú sama þetta árið. Einhverjir kunna sjálfsagt að smyrja sig um hvað er verið að tala en hér er að sjálfsögðu um að ræða Esjuna laugardaginn fyrir jól. En hvað um það. Nenni ekki að hafa þetta lengra að sinni fyrir utan að auðvitað tímasetningu en sú hugmynd er að hittast á N1 í Mosó kl:10:30 á laugardagsmorgun. Sé það svo ólíklegt að einhver ætli með þá eru allar tímasetningar í boði séu óskir um það. Svo bara að drífa sig af stað
Sjálfsagt hafa glöggir lesendur tekið eftir því að TelemarkfestivalÍslenska Apaklúbbsins verður haldið hátíðlegt dagana 12-14.marz á nýju ári. Þá kemur hópur fólks til með að gera sjálfan sig að fíflum með asnalegum norskum skíðastíl en um leið skemmta öðrum þar með talið V.Í.N. Húsnæðisnemd fór á stúfana í síðustu viku með fyrirspurnir um þak yfir höfuðið þessa helgi og viti menn í dag barst svar um að íbúð Flugfélagsins væri laus 11-14.marz nk. Var hún bókuð á nafni Litla Stebbalingsins hið snarasta. Sum sé amk einn svefnstaður kominn og það gamla góða gildir frystir panta, frystir fá. Bara að skrá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan. En hér fylgja smá upplýsingar um slotið
HAFNARSTRÆTI 100 - 600 AKUREYRI
Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi (annað herbergið með útgang út á svalir) og baðherbergi með þvottavél. Á efri hæðinni eru tvö svefnherbergi, stofa, baðherbergi, eldhús (útgengt út að stórar svalir). Í eldhúsinu er borðbúnaður fyrir 12 manns og er það búið helstu eldhúsáhöldum, eldavél með ofni, örbylgjuofn og öllum helstu raftækjum.
Íbúðin er leigð með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum.
Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði íbúðarinnar meðan á leigutíma stendur og skuldbinur sig til þess að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dveljast á hans vegum í húsinu á leigutíma.
Leigjandi skal ganga vel um íbúðina og umhverfi og ræsta íbúðina við brottför og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað.
Leigjandi þarf að koma til dvalar í íbúðina á skiptidegi.
Leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, sápu, viskastykki, sængurver, lök og koddaver.
Ekki er leyfilegt að hafa með sér gæludýr í íbúðina.
Leigjandi skal ganga vel um íbúðina og innanstokksmuni. Ræsta skal íbúðina við brottför, ryksuga (líka bakvið og undir húsgögn) og þvo gólf, þurrka af borðum og úr gluggum og ræsta baðherbergi. Gangið frá íbúðinni eins og þið viljið taka við henni.
Lesið vel leiðbeiningar sem festar eru upp í íbúðinni og skylt er að fara eftir.
Takið með ykkur:
Lín, utan um sængur og kodda og á rúmin, handklæði, diskaþurrkur og tuskur.
Svo er bara að fjölmenna til Agureyrish og rústa búningakeppninni þetta árið (öllu heldur það næzta) og ekkert bölvað bull. Kannski líka í lagi að stíga snjódanzinn og biðja til veðurguðina, þá er Ingó með öllu undanskilinn, um meiri snjó og ennþá meiri snjó
Vart þarf að koma á óvart að haldið var í gamlar venjur nú um síðustu helgi og skundað norður til Agureyrish til að ástunda dýrkun á skíðagyðjunni. Ekki var nú fjölmennt enda varla við því að búast en þarna voru
Færi var með ágætum en skyggni var ansi takmarkað nema rétt svo í lok dags en þá var bara silld, aumingja þeir sem misstu af því. Eftir skíðaiðkun og pottalegu var snætt á Greifanum áður en menningunni var sint með tónleikum Baggalúts á Græna hattinum. Sunnudagurinn fór svo bara í heimsókn í jólahúsið til að reyna að koma sér aðeins í jólaskapið svona í vorblíðunni Annars hafi fólk áhuga ná nálgast myndir úr túrnum hérna
Þar er mál með ávexti að undiritaður ásamt 3 öðrum úr FBSR og B2 brugðum okkur í Tindfjöll um þar síðustu helgi. Ætlunin var að ganga þar á Ýmir og Ýmu. Eftir að hafa bívakað aðfararnótt laugardag þá er skemmst er frá því að segja að Litli Stebbalingurinn varð eftir inn inn í Tindfjallaseli, eins og aumingi vegna meints slappleika sem enginn var svo, meðan hinir toppuðu og það í logni. Sem gerist nokkrum sinnum á öld puðu og það í logni. Sem gerist nokkrum sinnum á öld á þessum slóðum. En hvað um. Myndavélin var auðvitað með í för og voru örfáar myndir teknar sem nálgast má hér
Það var þá löngu kominn tími að maður skutlaði inn myndunum frá Matarveizlunni miklu þetta árið. Höfum svo sem ekki fleiri orð um það en það sem kom upp úr myndavélinni eftir helgina má sjá hérna
Það ætti vart að hafa farið framhjá einum einasta kjafti að nú um komandi helgi er einn af föstum árlegum viðburðum V.Í.N. en það er auðvitað verið að spjalla um Matarveizluna miklu 2009. Rétt eins og nafnið bendir til kynna er oft það étið á sig gat og menn liggja jafnvel búffaðir á eftir. Einn af föstu liðunum er eitthvert skrepp á laugardeginum og nú er kominn tími á að leggja hausinn í bleyti fyrir þetta árið. Það sem er klassískt er jeppó og það er alltaf stuð. Svo væri hægt að prufa einhverja nýja laug, nú eða bara fara í einhverja gamla, rölta á hól nú eða grípa í hjólhestana. Að sjálfsögðu er svo öllum óhætt að koma með eigin uppástungur hafi það áhuga einhverri afþreyingu. Allar ábendingar eru vel þegnar. Svo þeir sem ætla á flöskudaginn úr bænum eða verða komnir snemma á laugardeginum endilega tjái sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan hafi það áhuga.
Án efa þá hafa glöggir lesendur áttað sig á því að í kveld var auglýstur yfirbúningsfundur fyrir Matarveizluna miklu þetta árið. Þrátt fyrir smá töf á áður áuglýstum tíma þá voru sæmilega margir mættir. En það voru:
Mikið var skeggrætt, spáð, pælt, hringd og jafnvel komist að einhverri niðurstöðu en samt ekki viss. Það var talið saman hverjir ætla að mæta og skipt niður verkum. Niðurstaðan var eftirfarandi
Forréttur: Hrefnu carpacio Aðalréttur: Nautakjöt/Lambakjöt. 2x sósa. Bakaðar kartöflur x 1 ½. Eftirréttur: Agnes og Guðjón Morgunmatur: Lummur og ... taka pönnu með. Fordrykkur: Acopulco Salat: 4 potta af Lambhaga paprikur rauðlaukur/tómatar gulrætur ávöxtur gúrka hnetur Fetaostur
Sé einhver þarna inni sem telur sig ekki eiga að vera þar vinsamlegast látið vita sem og hafi einhver gleymst í óðagotinu. Annars er svo ætlunin að hittast í Krónunni á fimmtudag og klára þar innkaupin.
Nú ætti fólki það vera nokkuð ljóst að ekki eru mjög margir vinnudagar í Matarveizluna miklu þetta árið. Það á eftir að leysa nokkra hnúta og leggja lokahnykkinn á undirbúning og verkaskiptingu. Þar sem þetta er nú ekki alveg í fyrsta skipti sem svona veizla er haldin þá á svona fundur ekki að taka langan tíma. Sömuleiðis væri ágætt að hafa einhverja tölu á mannskap ef einhverjir hafa ákveðið að bætast í hópinn frá síðustu talningu. Því er það tillaga mín að mánudagskveldið 09.nóv. n.k. verði hittingur um þessi mál. Tímasetning er, held ég, æði klassísk eða kl 20:00 og býður undirritaður pláss í sinni litlu íbúð undir þjóðfund þennan.
Já komið öll sæl og blessuð! Það er gaman frá því að segja að nú um helgina tókst loks að vinna upp nokkrar gamlar syndir er varða myndamál hjá undirrituðum. Þannig var mál með ávexti að ekki hafði verið uppfært í dágóðan tíma. Er þar bæði um að kenna almennri leti og hugsskap sem líka tæknilegra erfiðleika þá á erlendri grundu. En hvað um það ári kennir illur ræðari. Komum okkur að því sem máli skiptir,ef einhver nennir að skoða þessar blessuðu myndir. Þó nokkur ný albúm hafa litið dagsins ljós frá því er hjólað var hringinn í kringum Skorradalsvatn hér snemma á haustdögum. Þar má telja,frá Þverun straumvatna með FBSR, 3tugs ammæli litla Húnans, haustferð FBSR, sundferð þriggja ofurmenna í Reykjadal, fjallabjörgunarnámskeiði, Agureyrishferðar og nú síðast námskeið í Leitartækni hjá FBSR. Vonandi einhverjir hafi gaman og jafnvel gagn af þessari stafrænnu tækni sem gerir fólki kleift að skoða svona lagað.
...og því langar mig til að rifja upp að La Grande Buffet er á næsta leiti. Matseðill hefur borist í tal og hefur í því sambandi m.a. verið rætt að hafa hrefnukjöt eða langreyð í forrétt, nautakjöt í aðalrétt og súkkulaðiköku til að toppa fjörið! Öræfaóttinn á glæsilegan feril í gerð forréttra og þykist hann luma á gómsætri hrefnucarpaccio uppskrift, spurning að taka hann á orðinu. Athugasemdir, tillögur eða hugmyndir? Orðið er laust!
Bara svona rétt til að reyna að hressa aðeins upp á síðuna og hrista þetta aðeins upp á er Mynd vikunnar. Sem að þessu sinni er tekin við Þumal í Kjós og kallast ,,thumbs up við Þumall''. Svo er bara smurning hversu lengi þessu verður haldið úti. thumbs up Fer allt eftir nennu og kemur bara í ljós í óráðinni framtíð
Í ljósi þess að okkur hefur aldrei leiðst að djamma í Hveragerði hefur sú hugmynd komið upp að halda á jólahlaðborð á Hótel Örk.
Um er að ræða mat, skemmtun og gistingu eina nótt. Okkur datt í hug að gera eitthvað meir út þessu og til að höfða til beggja kynja er dagskráin eftir farandi:
- Strákar skreppa eitthvað til fjalla í jeppum á meðan stelpur gera eitthvað annað til dæmis í fara spa á Heilsuhælinu.
- Allir í hittast í heitu pottunum á hótelinu.
- Mannskapurinn dressar sig upp í sitt fínasta púss og mætir svo í mat.
Jólahlaðborðin eru í boði á föstu- og laugardögum fram til 19 des. Hvað segið þið um 12. des?
Það ku vera eitthvurt tilboð í gangi þarna, 11.900 krónur (á mann í tveggja manna herbergi) fyrir jólamat, skemmtun og svo herbergi eina nótt.
Rétt eins og sjá má á færslunni hér að neðan voru uppi hugmyndir um að leika sér aðeins um komandi helgi. Eftir að lýðræðisleg umræða átti sér stað og kom þar þjóðin að sjálfsögu að máli var ákveðið að hafa þetta öruggt og kíkja í Reykjadalslaug á morgun. Er það bara vel Þar sem sá sem þetta ritar verður við verðmætasköpun í kveld þá er lagt til að menn verði ekkert að missa sig í morgunhresslega, en kannski ekki vera ætlast til einhvers morgunógleði heldur. Fara einhvern tíma eftir hádegi og hittast bara við Gasstöðina etv milli 13:30 og 14:00. Annars eru allar tímasetningar í boði bara láta í sér heyrast og allir velkomnir með
Jæja gott fólk. Það hefur verið eins og það hafi ríkt smá lægð yfir mannskapnum hér aðeins síðustu vikurnar. Ekkert þýðir svo sem að væla yfir því heldur skal bara núna láta hendur standa framúr ermum og fara gjöra eitthvað. Sá sem þetta ritar er með nokkar ófrumlegar hugmyndir í kollinum um að koma einhverjum mannskap saman og brjóta aðeins upp hversdagsleikann. Varla þarf það að koma neinum á óvart að þetta allt tengist laugum á beinan eða óbeinan hátt. Fyrsta er að skella sér í ökuferð upp á Hellisheiði, þar sem gönguskórnir yrðu síðan aðeins brúkaðir er tölt væri í Reykjadalslaug, baðað sig og síðan rölt aftur í bílinn. Annað er bara bíltúr austur á Flúðir og þar skellt sér í Hrunalaug. Kannski síðan ís á eftir ef menn eru stillir og prúðir. Sú þriðja er hjólhestaferð í kringum Reykjavík var sem farið yrði í fjöruna við Seltjarnarnes, nærri Gróttu, þar sem farið væri í fótabað í lítili skál sem þar á víst að leynast. Fróðlegt væri að sjá hvort einhver sála þarna úti hefði einhvern áhuga að einhverju annaðhvort þá laugardag nú eða sunnudag. Skiptir þá engu þó fólk hafi aðrar hugmyndir því allt má skoða. Verið svo ófeimin við tja ykkur í skilaboðaskjóðunni hér að neðan
Eins og áður hefur komið fram á síðu þessu þá eru ráð ekki nema í tíma tekin. Því brugðum við Helga á það ráð í tíma að bóka hús fyrir LGB 2009 dagana 13.-15. nóv. nk. Um er að ræða tvö hús í Brekkuskógi. Annað húsið er þriggja herbergja og er hugsað fyrir fjölskyldufólk, nánari upplýsingar um það hér. Hitt er hugsað fyrir þá sem ekki er jafn umhugað um ró og er það tveggja herbergja en einnig búið svefnlofti, nánar hér. Þetta ætti því að taka af allan vafa um stað- og tímasetningu og geta menn nú farið að huga að því að setja saman draumamatseðilinn. Nánar um það síðar.
Sjálfsagt muna glöggir lesendur eftir því að auglýst var hjólaferð í kringum Skorradalsvatn í síðustu viku. Rétt eins og allar áætlarnir sögðu til um var lagt í´ann á sunnudagsmorgni. Reyndar aðeins seinna en til stóð og þá aðallega vegna kunnáttuleysis sumra á vekjaraklukkuna sína. En það telst nú vart til tíðinda að lagt sé aðeins seinna afstað en til stóð í fyrstu. Þrír árrisulir fóru þarna á sunnudagsmorgninum.
Óhætt er að segja að hjólun hafi gengið prýðilega, í það minnsta stóráfallalaust fyrir sig. Allir leiðangursmenn, og kona, kláruðu hringinn. Veður verður að teljast hafa verið sérdeilis prýðilegt til hjólreiða. Milt, stillt og ekki rigndi á okkur. Svo á leiðinni hittum við fyrir frænku Tudda og var hún svo almennileg að bjóða okkur í pottasetu að för lokinni. Var það þegið með þökkum og kunnum við beztu þakkir fyrir. Hringinn kláruðum við svo á rétt rúmum 3.klst og eftir teygjur var ljúf lega í potti. Á heimferðinni var Hvalfjörðurinn valinn og urðum við þar vitni að hvalskurði. Óhætt að segja að maður hafi fengið vatn í munninn við það. En það er nú aukaatriði Varla kemur það neinum á óvart að myndavél var með í för og hér má sjá myndir úr túrnum
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Komið hefur fram sú tillaga að halda La Grande Bouffe helgina 13.-15. nóvember. Og þar með er orðið laust. Tjáið ykkur í skilaboðaskjóðunni.
Morgunn einn ég hoppa upp í rútuna með vasa fulla af banana. Grænum geðþekkum fasana hafði ég í bítið ælt.
Upp í sveit ég ætlaði að halda hana í svaka partí með píuna. En síðan hraktist ég leiðina, það var klárlega sem við manninn mælt.
Kindin Einar var þá við vegabrúnina búinn að bíta upp alla túnina. Fyrir hann var og ég keyrði hann í spað. Hann sagði dada... en meinti bada, verst var það.
Það var komið langt fram að hádegi og þá hrópaði einn farþegi að færi ekki lengra ef hann fengi eigi greyið Einar rúð og skrælt.
Nú ég kvað við, hví ekki á þeim degi barasta að búta hann strax. Svo hreinlega velta honum úr deigi, grilla hann og egg með jafnvel spælt.
Kindin Einar var þá við vegabrúnina búinn að bíta upp alla túnina. Fyrir hann var og ég keyrði hann í spað. Hann sagði dada... en meinti bada, verst var það.
Í því bar að bóndann á næsta bæ, hann kom til vor og sagði hæ. Nei hvað sé ég, er þetta kindarhræ? Bætti hann við og æfur varð.
Eina kind ég átti hér heima á bæ sem að ætlaði niðrað sæ. En núna sposkur ég spranga og hlæ því núna skuldarðu meir en nokkurt sparð.
Kindin Einar var þá við vegabrúnina búinn að bíta upp alla túnina. Fyrir hann var og ég keyrði hann í spað. Hann sagði dada... en meinti bada, verst var það.
Einar var þá við vegabrúnina búinn að bíta upp alla túnina. Fyrir hann stökk og ég spældi hann í spað. Hann sagði dada... en meinti bada, verst var það.
Nú fyrr í kveld var haldinn, milli tveggja manna, átakatakamikill símafundur. Þeir Stebbi Twist og Blöndudalur komust að þeirri niðurstöða að fara núna komandi sunnudag og taka þá hjólatúr. Hugsunin er að hjóla í kringum Skorradalsvatn og því endurtaka leikinn frá því í fyrra, til sælla minninga líkt og sjá má hér. Hafi einhverjir þarna úti áhuga að skella sér með í hjólhestatúr á sunnudag er þeim óhætt að tjá sig í skilaboðakjóðunni hér að neðan. Sjálfsagt má reikna með því að lagt verði úr bænum ca kl 10:00 á sunnudagsmorgun eða bara eftir nánara samkomulagi
Núna síðasta messudag var maður vakinn upp fyrir allar aldir með símhringingu þar sem þeirri hugmynd var kastað fram að skella sér í göngu upp Heklu. Var þessi vitleysislega hugmynd samþykkt í svefnmokinu. Síðan var bara drifið sig af stað. Þarna fóru á ferðinni:
Drottingin var ekki á því að sýna sitt besta þrátt fyrir að hafa blasað við okkur af suðurlandinu þá safnaði hún nokkrum skýjahnoðrum á sig og því var toppað í roki og vind. En hvað um það þá kláruðu allir verkefni dagsins og skiluðu sér niður að bíl aftur. Sú gamla var bara spök og þrátt fyrir að vera komin á tíma þá gaus hún ekki. Amk ekki þarna. Skyldi einhver hafa áhuga þá má skoða myndir úr göngunni hér
Litlu krúttlegu Flubbanillarnir hituðu upp fyrir komandi vetur og skelltu sér í létta göngu síðasta laugardag. V.Í.N. átti þarna sína fjóra fulltrúa sem sá til þess að allt færi siðsamlega fram. Það voru
Þá er V.Í.N.-ræktinni formlega lokið þetta árið þó svo sjálfsagt það eigi eftir að fara einhverjar óformlegarlegar ferðir í haust og vetur. Vonandi einhverja laugardaga en það kemur bara í ljós. Rétt eins og auglýst var hér þá var stefnan tekin á Úlfarsfell, þá bæði upp á það og niður á hjóli síðan hringurinn. Mest allt þetta plan stóðst nema að því leyti að hjólin voru að mestu leyti teymd upp. En hvað um það. Varla þarf það að koma einum á óvart að það var fámennt eða öllu heldur tvímennt. Þarna voru
Skemmst er frá því að segja að báðir komust upp á topp og niður aftur. Það sem meira er svo þá tókst að rata á réttan stíg í Mosó í fyrstu tilraun. Telst það til frétta. Ef einhver skyldi hafa áhuga má sjá myndir frá kveldinu hér.
Að lokum þá vill nemdin þakka öllum þeim sem fóru með í einhverja ferð í V.Í.N.-ræktinni þetta sumarið. Það er svo aldrei að vita nema V.Í.N.-ræktin verði á dagskrá fjórða sumarið í röð á því næzta. Fylgist spennt með
Þá er komið að síðasta lið V.Í.N.-ræktarinnar þetta sumarið og verður það komandi þriðjudag. Þessu sinni verður skellt sér á Úlfarsfellið á hjólhestafákum og bruna síðan niður eins og hver og einn treystir sér til. Þegar niður er komið verður haldið áfram og þá hringinn í kringum Úlfarsfell og endað i Mosó. Þá verður haldin svona mini uppskeruhátíð á Áslák. Síðan verður bara farið stíginn meðfram sjónum yfir í Grafarvog og síðan hver og einn til síns heima. Hittingur við Nóatún í Grafarholti á þriðjudag kl 19:00 Vonandi að fleiri sjái sér fært um að mæta en síðast sem fell niður vegna þáttökuleysis. Endum V.Í.N.-ræktina þetta sumarið með stæll
Síðan voru 6 aðrir hjólreiðamenn, þar af ein kona og 1.stk trússari. Það verður bara að segjast að þetta var alveg hreint sérdeilis aldeilis prýðileg ferð í all flesta staði þrátt fyrir úrhellisrigningu síðasta kaflan en það slapp alveg til. Þar kannski ekki að koma á óvart að þarna rigni nánast eld og brennistein það er nú önnur saga, sem ekki verður sögð hér. Alla vega þá er hérna myndir úr túrnum
Svona til að minna fólk á að dagskrá V.Í.N.-ræktarinnar þessa vikuna, sem er Búrfell í Grímsnesi, fer fram á morgun en ekki í kveld eins og oftast á þriðjudögum. Bara hittingur á morgun, miðvikudag, við Gasstöðina kl 18:30 og bruna austur fyrir fjall og allir sáttir. Minni aftur á, annað kveld verður farið ekki í kvöld
Jæja gott fólk. Sú er betur heldur farið að styttast í annan endan á V.Í.N.-ræktarinni þetta sumarið. Þessa vikuna skal halda á suðurlandsundirlendið og finna þar fell eitt er nefnist því frumlega nafni Búrfell og er í sumarbústaðaparadísinni Grímsnes. Að vísu er þeirri ósk varpað fram að V.Í.N.-ræktin verði færð til um einn dag og farið á miðvikudegi en ekki þriðjudegi eins og venjan er. En verði þetta samþykkt er lagt til að hittingur verði við Gasstöðina miðvikudag kl:18:30. Sameigast þar í sjálfrennireiðar og brunað austur yfir heiði.
Eftir beztu heimildum þá eru flestir ef ekki allir V.Í.N.-liðar, sem voru á staðnum, búnir að skila sér heim eftir Þjóðhátíð. Samdóma álit að þetta hafi verið ein sú allra besta ef ekki sú besta fram til þessa þar sem veðurblíðan var slík. Allt fór fram skv venju og hefðum. Því til sönnunar eru myndar hér
Það eru vonandi allir hressir eftir hressandi verzlunarmannahelgi. Það er því vel við hæfi að skella sér í laugaferð annaðkveld sem hluti af V.Í.N.-ræktinni. Sá sem þetta ritar ætlar sér að nota sumarfríið sitt og koma sér úr bænum í fyrramálið. Þá er nú aldrei að vita nema það verði skellt sér í einhverja náttúrulaug. Hvur veit. Þar sem ekki er ætlunin að fara með á morgun þá verður ekki meiri afskipti höfð af þessu. Ætli sér einhverjir að fara er sjálfsagt bezt að þeir ákveði þetta eins og með stað og stund.
Sumarið heldur áfram og alltaf styttist í haustið. Maður gerir lítið annað en að eyða af þessu litla sumarfríi sínu og var dagurinn í dag engin undantekning á því. Í dag var ekið austur fyrir fjall og í Grímsnesið því þar var og er hóll einn sem ganga skyldi á. Við heldum okkur á jarðskjálftasvæðum og að þessu sinni var Hestfjall fyrir valinu. Enda tilvalið að enda þessa göngutörn á einu léttu fjalli svona til ganga sig niður fyrir Þjóðhátíð. Þarna voru á ferðinni
Það er óhætt að segja það að rölt þetta hafi verið frekar auðvelt enda ágætt meðan maður var að jafna sig á meðslum gærkveldsins. Helst telst það til tíðinda að hundur einn fylgdi okkur og má kannski segja að sá hafi oft vísað leiðina upp. Á toppnum er frábært útsýni sem skemmtileg verðlaun og smá gulrót. Svo var kíkt í sund í Reykholti, farinn smá rúntur um suðurlandið og ma fengið sér ís í Þorlákshöfn. Ekki laust við það að þar fengi maður nettan þjóðhátíðarfíling þó svo maður fari ekki með þessum Herjólfi. En hvað um það Myndir frá deginum má nálgast hér
Nú á öðrum degi í sumarfríi var svo sem ekkert slegið slöku við. Reyndar var rölt á frekar auðvelt fjall sem tók heldur ekki langan tíma. Þurfti jú að ná heim fyrir V.Í.N.-ræktina. En hvað um það. Fell dagsins var sum sé Stapatindur á Sveifluhálsi. Þangað fóru:
Var það frekar ljúf ganga og var gaman að fylgjast með slökkvistörfum á þyrilvæng með sjálfan Múra undir stýri. En gangan í dag gaf mér hugmynd en hún er að ganga allan Sveifluhálsinn og taka um leið alla ,,toppana". En slíkt ætti að geta orðið 7-tindaferð. En það er bara hugmynd. Svo maður komi sér að máli málanna þá eru það myndirnar en þær má nálgast hér.
Síðan um kveldið var haldið í hjólhestatúr í Heiðmörk sem hluti af V.Í.N-ræktinni rétt eins og auglýst var hér. Fjórmennt var við stífluna og þar voru:
Þar voru teknir hinir ýmsu stígar eftir dyggri leiðsögn Skáldsins. Síðan var endað í hverfissjoppunni þar sumir gæddu sér á Quiznos. Allir skiluðu sér þó heim að lokum en þó eftir mismiklar hamfarir. Langi einhverjum að sjá hvernig allt gekk þá má skoða myndir hérna
Það hefur nú aðeins á dagana drifið frá því síðast og þanning séð ekkert slegið slökku við. Fyrst ber að nefna gæslustörf um helgina en 3 vaskir V.Í.N.-liðar lögðu leið sína í Bása til sinna þar gæslustörfum fyrir FBSR. En þetta voru
Skemmst er frá því að segja að helgi þessi var með rólegasta móti enda mjög fámennt í Básum þarna og líka kalt í veðri svo allir fóru snemma að sofa. Sem var jákvætt eða allir svona hræddir við gæslumenn dauðans. Langi einhverjum að sjá hvernig svona fer fram má skoða það hér
Svo í dag var sumarfríð aðeins notað og þá ekki bara til að sofa heldur líka aðeins til útiveru. Ákveðið var að skunda á Kálfstinda í smá síðdegistölt. Allir þ.e
Komust upp og niður þrátt fyrir mikið moldviðri en gríðarlegt moldrok var ofan af hálendinu og skemmdi það aðeins útsýnið sem og skíta út hárið og fylla augun af mold. En það bara herðir mann. Auðvitað má sjá myndir úr göngunni hérna
Þrátt fyrir að Þjóðhátíð sé rétt handan við hornið þá slær V.Í.N.-ræktin ekki slökku við. Enda ekki við örðu að búast. Núna komandi þriðjudag er ætlunin að stíga örlítið á sveif og viðra hjólhestana. Sum sé er ætlunin að hjóla í Heiðmörk aðeins. Ætli það sé ekki prýðileg tímasetning að hittast við Elliðaárstíflu aka Árbæjarstíflu kl 19:00 komandi þriðjudagkveld. Svona í lokin þá má rifja upp síðustu tvær hjólaferðir í Heiðmörkinahér og hérna
Nú hefur undirritaður hafið sitt sumarfrí. Reyndar er helgin frátekin í Básagæslu svo ekki verður mikið gjört amk á þessum bænum. En eftir helgi er maður laus mánu-, þriðju- og miðvikudag. Þá er maður til einhverja vitleysu og æltar sér að framkvæma eitthvað þá daga. Líklegast verður bara um dagsferðir að ræða en ekkert er búið að negla niður ennþá. Séu einhverjir aðrir þarna úti í fríi nú eða bara lausir eftir helgi og langar að gera eitthvað sniðugt er fólki óhætt að hafa samband. Allar hugmyndir eru vel þegnar skiptir engu hvað það er fjallganga, gönguferð, hjólhestatúr nú eða bara bíltúr. En hvað verður svo gert kemur bara í ljós og allir eru velkomnir með.
Fyrir einhverju síðan kom FlubbaB1 félagi vor með þá hugmynd að hjóla Vatnsneshringinn núna í sumar. Í asnaskap mínum sagði maður auðvitað já, aldrei getur maður sagt nei. Svo kom að því í gær, að stóri dagurinn rynni upp. Þá voru hjólunum skellt á grindina og brunað norður yfir Holtavörðuheiði í gærmorgun áleiðis til Hvammstanga. Þar tók heimamaðurinn á móti okkur og fljótlega var stígið á sveif. Hjólagarparnir voru:
Þetta reyndust vera 91,6 km og þar af fengum við vindinn í fangið fyrstu 50 km og því var farið frekar hægt yfir. Að öðru leyti var fínasta gluggaveður. Þegar komið var fyrir nesið og fólk vonaðist eftir meðbyr en nei, þá datt allt í dúnalogn og var sem eftir var leiðarinnar. En hvað um það. Rétt eftir kveldmatarleyti var komið aftur til Hvammstanga og beið okkar þar ljúfasta Mexico-súpu í boði foreldra Eyþórs. Leið lá svo í sundhöll þar sem strengjunum var slátrað í heitu pottunum. Ferðin endaði svo í Grafarvognum eftir að nýr dagur var runninn upp. Varla kemur það neinum á óvart að myndavél var með í för og fyrir forvitna má gæjast hérna
Eins og sjá má í dálkinum hér að neðan þá var V.Í.N.-ræktinni stefnd í Hengilinn nú fyrr í kveld. Skemmst er frá því að segja að fimm manns mættu við Gasstöðina á slaginu 19:00 og til í gönguslag við Vörðu-Skeggja í blíðviðrinu. Synd að fleiri skyldu ekki láta sjá sig því það var nú veðrið til, ef ekki nú hvenær þá, en hvað um það. Hinir Fimm fræknu voru:
Allir náðu að toppa og við rétt sluppum upp áður en það brast á með þoku. Það var aðeins hægt að njóta útsýnisins á toppnum þrátt fyrir smá mistur. Öllum tókst að skila sér niður og svo vonandi líka heilum alla leið heim til sín. Nenni einhver að skoða myndir má gjöra það hér
Núna næzta þriðjudag heldur dagskrá V.Í.N.-ræktarinnar áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Þá er stefnan tekinn á helstu mjólkurkúOR þ.e. sjálfan Hengilinn sem er líka heimafjallHvergerðingsins, sem er magnað, og rölta þar upp á hægsta punkt Skeggja. Nú er bara spurning hvað fólk vill gjöra. Fara þessa leið sem við förum alltaf frá Nesjavallavegi eða einhverja aðra leið. Fólk getur amk sofið á því næztu tvær nætur. Hittingur verður við Olís við Rauðvatn aka Gasstöðin. Tímasetning tja eigum við ekki ekki bara að segja kl 19:00 svona þanngað til annað kemur í ljós
Síðasta þriðjudag var haldið í Botnsdal í Hvalfirði. Auglýst dagskrá var að rölt inn Glymsgil en aðeins hluti af hópnum gjörði slíkt á meðan hinir röltu upp meðfram Glymsgili. En hverjir fóru hvað? Því verður svarað hér.
Óhætt er að fullyrða að báðum hópum tókst að ljúka ætlunarverki sínu og allir skiluðu sér til baka. Þokkalega óskaddaðir á sál og líkama. Svo í lokin fengu allir skúffuköku og mjólk í verðlaun fyrir velunnið kveldverk Myndir frá kveldinu má sjá hér
Ef einhverjir skyldu ekki vita það nú þegar þá var 24X24 líka þekktur sem Glerárdalshringurinn um síðustu helgi. V.Í.N. var með sína fulltrúa norðan heiða í tilefni göngunnar. En þar voru:
Það er skemmst frá því að segja að allir í Team V.Í.N. komust alla 24 tindina þessa 43,24km og það á innan við 24 klst. Reyndar var fyrsti maður í Team V.Í.N. ca 45 mín á undan þeim sem síðast kom innan. Annað er ekki hægt að segja en að veður hafi verðið prýðilegt og má segja að höfuðborgarsólin hafi látið sjá mestan part ferðarinnar. Hafi fólk áhuga að skoða myndir annarsstaðar en á fésbókinni þá má forvitnast hér.
Kv Göngudeildin
Ps Hafi einhverjir úr TEAM-V.Í.N. áhuga að fá mynd af hópnum, á pappír, rétt áður en lagt var í´ann. Bæði af V.Í.N. sem og B-hópnum. Langi fólki að fá slíkt og það fríkeypis er bara að láta vita í skilaboðaskjóðinni hér að neðan. Upplagt er að ramma þetta inn til minningar um skemmtilega ferð
Nú komandi þriðjudag heldur V.Í.N.-ræktin sína dagskrá. Þá er ætlunin að halda í Glymsgil og rölta það inn til enda. Eitt gæti þó verið vandamál, amk fyrir suma, en það er að redda sér þurr/blautbúning. Svo fyrir þá sem ekki geta orðið sér úti um slíkan búnað er smurning að gjöra annað í staðinn eins og td að rölta upp á einhvern hól nú eða taka léttan hjólatúr. Spurning um hvað líkaninn leyfir eftir átök helgarinnar amk hjá þeim sem þetta ritar. Hafi fólk áhuga að gera eitthvað n.k þriðjudag annað en bleyta sig er það hvatt til að leggja höfuðið í bleyti og láta ljós sitt skína. Sömuleiðis væri gaman að heyra hverjir hafa og geta reddað sér viðeigandi fatnað á samt kúti og korki. Endilega verið ófeimin í athugasemdakerfinu hér að neðan
Kæru VÍN-félagar! Okkur hjónunum langaði til að þakka kærlega fyrir samveruna á brúðkaupsdaginn okkar og fyrir okkur. Dagurinn er okkur ógleymanlegur! Erum nú komin heim úr "honímúninu" og búin að þjálfa upp útileguhæfileikana svo kannski sjáumst við í tjaldi í sumar! Bestu kveðjur, Herra Gústi og Frú Oddný.
Svona rétt til að minna fólk á það að V.Í.N.-ræktin þessa vikuna, sem er hjólhestatúr á Bessastaði, fer ekki fram í dag (þriðjudag) heldur á morgun (miðvikudag). Vonandi að frestun þessi hafi ekki raskað áætlunum margra en óskandi að sem flestir láti sjá sig
Já komið þið sæl og blessuð. Þá er komið að V.Í.N-ræktinni þessa vikuna. Sá sem þetta ritar er nú þekktur fyrir að hugsa um eigið rassgat og var því óskað eftir því í síðustu viku að komandi dagskrárlið yrði skotið á frest um sólarhring. Enginn mótmælti því og telst það því samþykkt. Það á sem sagt að hjóla næsta miðvikudag, ekki þriðjudag, út á Álftanes og kíkja í kaffi og kleinur hjá sjálfum útrásarforsetanum. Eftir Bessastaði verður haldið í opinbera heimsókn á Bess-ann í opinbert kveldverðarboð í boði forsetans. Það verður hittingur við eitt af fallegri húsum í borginni þ.e nýja rafstöðvarhúsinu í Elliðaárdal svona amk fyrir þá sem búa austan Elliðaár. Ælti það sé ekki ágætis tímasetning að fara svona c.a nákvæmlega kl:19:00 á miðvikudag. Síðan verður haldið í gegnum Fossvogsdalinn þar sem líka hægt er að mæla sér mót ,hafa einstaklingar áhuga að skella sér með. Niðurstaðan er því rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal kl:1900 á miðvikudag.
Já gott fólk til sjávar eða sveita þá er komið að þeim síðasta. Já allra síðasta skráningarlista þetta árið því HELGIN er að bresta á og það nú um helgina. Allt að gerast og klukkan er.
Sum sé aðeins bæst í hópinn góða og eru þeir hér með boðnir velkomnir. Þar sem allir eru að drepast úr spenningi er bezt að hafa þetta ekkert lengra. Nema hvað að heyrst hefur að sjálft rokktröllið komi til með að hafa gætur á því að allt fari siðsamlega fram þarna
Út er komið hið magnaða meistaraverk POTTÞÉTT ÞÓRSMÖRK 2009, tvöföld geislaplata af annars vegar innlendum og hins vegar erlendum vettvangi, stútfull af skemmtilegri músík fyrir alla fjölskylduna. Reyndar er rangnefni að tala um geislaplötu því þessi plata verður aðeins gefin út á tölvutæku formi. Geislaplötur eru líka svo 2002. Hafi einhverjir áhuga á að ná sér í eintak og koma því á tónhlöður sínar til að stytta sér stundir við á leið í Mörkina, í Mörkinni eða á leið heim úr Mörkinni, geta farið hingað og sótt sér. Góðar stundir.