miðvikudagur, ágúst 26, 2009

Þrír frakkar



Þá er V.Í.N.-ræktinni formlega lokið þetta árið þó svo sjálfsagt það eigi eftir að fara einhverjar óformlegarlegar ferðir í haust og vetur. Vonandi einhverja laugardaga en það kemur bara í ljós.
Rétt eins og auglýst var hér þá var stefnan tekin á Úlfarsfell, þá bæði upp á það og niður á hjóli síðan hringurinn. Mest allt þetta plan stóðst nema að því leyti að hjólin voru að mestu leyti teymd upp. En hvað um það. Varla þarf það að koma einum á óvart að það var fámennt eða öllu heldur tvímennt. Þarna voru

Stebbi Twist
Krunka

Skemmst er frá því að segja að báðir komust upp á topp og niður aftur. Það sem meira er svo þá tókst að rata á réttan stíg í Mosó í fyrstu tilraun. Telst það til frétta. Ef einhver skyldi hafa áhuga má sjá myndir frá kveldinu hér.

Kv
Hjóladeildin

Að lokum þá vill nemdin þakka öllum þeim sem fóru með í einhverja ferð í V.Í.N.-ræktinni þetta sumarið. Það er svo aldrei að vita nema V.Í.N.-ræktin verði á dagskrá fjórða sumarið í röð á því næzta. Fylgist spennt með

Nemdin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!