föstudagur, október 02, 2009

Reykjadalslaug



Rétt eins og sjá má á færslunni hér að neðan voru uppi hugmyndir um að leika sér aðeins um komandi helgi. Eftir að lýðræðisleg umræða átti sér stað og kom þar þjóðin að sjálfsögu að máli var ákveðið að hafa þetta öruggt og kíkja í Reykjadalslaug á morgun. Er það bara vel
Þar sem sem þetta ritar verður við verðmætasköpun í kveld þá er lagt til að menn verði ekkert að missa sig í morgunhresslega, en kannski ekki vera ætlast til einhvers morgunógleði heldur. Fara einhvern tíma eftir hádegi og hittast bara við Gasstöðina etv milli 13:30 og 14:00. Annars eru allar tímasetningar í boði bara láta í sér heyrast og allir velkomnir með

Kv
Laugadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!