miðvikudagur, júlí 15, 2009

24, 24 over and out....sólstrandargæi



Ef einhverjir skyldu ekki vita það nú þegar þá var 24X24 líka þekktur sem Glerárdalshringurinn um síðustu helgi. V.Í.N. var með sína fulltrúa norðan heiða í tilefni göngunnar. En þar voru:

Stebbi Twist
Krunka
VJ
HT
Danni Litli
Maggi Móses
Benfield

Það er skemmst frá því að segja að allir í Team V.Í.N. komust alla 24 tindina þessa 43,24km og það á innan við 24 klst. Reyndar var fyrsti maður í Team V.Í.N. ca 45 mín á undan þeim sem síðast kom innan. Annað er ekki hægt að segja en að veður hafi verðið prýðilegt og má segja að höfuðborgarsólin hafi látið sjá mestan part ferðarinnar. Hafi fólk áhuga að skoða myndir annarsstaðar en á fésbókinni þá má forvitnast hér.

Kv
Göngudeildin

Ps Hafi einhverjir úr TEAM-V.Í.N. áhuga að fá mynd af hópnum, á pappír, rétt áður en lagt var í´ann. Bæði af V.Í.N. sem og B-hópnum. Langi fólki að fá slíkt og það fríkeypis er bara að láta vita í skilaboðaskjóðinni hér að neðan. Upplagt er að ramma þetta inn til minningar um skemmtilega ferð

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!