miðvikudagur, september 09, 2009
Ormurinn í Skorradalsvatni
Sjálfsagt muna glöggir lesendur eftir því að auglýst var hjólaferð í kringum Skorradalsvatn í síðustu viku. Rétt eins og allar áætlarnir sögðu til um var lagt í´ann á sunnudagsmorgni. Reyndar aðeins seinna en til stóð og þá aðallega vegna kunnáttuleysis sumra á vekjaraklukkuna sína. En það telst nú vart til tíðinda að lagt sé aðeins seinna afstað en til stóð í fyrstu. Þrír árrisulir fóru þarna á sunnudagsmorgninum.
Stebbi Twist
Krunka
Tuddi Tuð
og sá Franska fjósið um að koma fólki og hjólum til og frá áfangastað
Óhætt er að segja að hjólun hafi gengið prýðilega, í það minnsta stóráfallalaust fyrir sig. Allir leiðangursmenn, og kona, kláruðu hringinn. Veður verður að teljast hafa verið sérdeilis prýðilegt til hjólreiða. Milt, stillt og ekki rigndi á okkur. Svo á leiðinni hittum við fyrir frænku Tudda og var hún svo almennileg að bjóða okkur í pottasetu að för lokinni. Var það þegið með þökkum og kunnum við beztu þakkir fyrir. Hringinn kláruðum við svo á rétt rúmum 3.klst og eftir teygjur var ljúf lega í potti. Á heimferðinni var Hvalfjörðurinn valinn og urðum við þar vitni að hvalskurði. Óhætt að segja að maður hafi fengið vatn í munninn við það. En það er nú aukaatriði
Varla kemur það neinum á óvart að myndavél var með í för og hér má sjá myndir úr túrnum
Kv
Hjóladeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!