miðvikudagur, nóvember 11, 2009

Hvað gjöra skal

Það ætti vart að hafa farið framhjá einum einasta kjafti að nú um komandi helgi er einn af föstum árlegum viðburðum V.Í.N. en það er auðvitað verið að spjalla um Matarveizluna miklu 2009. Rétt eins og nafnið bendir til kynna er oft það étið á sig gat og menn liggja jafnvel búffaðir á eftir.
Einn af föstu liðunum er eitthvert skrepp á laugardeginum og nú er kominn tími á að leggja hausinn í bleyti fyrir þetta árið. Það sem er klassískt er jeppó og það er alltaf stuð. Svo væri hægt að prufa einhverja nýja laug, nú eða bara fara í einhverja gamla, rölta á hól nú eða grípa í hjólhestana. Að sjálfsögðu er svo öllum óhætt að koma með eigin uppástungur hafi það áhuga einhverri afþreyingu. Allar ábendingar eru vel þegnar.
Svo þeir sem ætla á flöskudaginn úr bænum eða verða komnir snemma á laugardeginum endilega tjái sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan hafi það áhuga.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!