sunnudagur, ágúst 16, 2009

Enn eitt Búrfellið



Jæja gott fólk. Sú er betur heldur farið að styttast í annan endan á V.Í.N.-ræktarinni þetta sumarið. Þessa vikuna skal halda á suðurlandsundirlendið og finna þar fell eitt er nefnist því frumlega nafni Búrfell og er í sumarbústaðaparadísinni Grímsnes. Að vísu er þeirri ósk varpað fram að V.Í.N.-ræktin verði færð til um einn dag og farið á miðvikudegi en ekki þriðjudegi eins og venjan er. En verði þetta samþykkt er lagt til að hittingur verði við Gasstöðina miðvikudag kl:18:30. Sameigast þar í sjálfrennireiðar og brunað austur yfir heiði.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!