Eins og greint var frá áður á þessum vettvangi stefndi Vinafélagið á aðventuskíðaferð til Agureyrish næstu helgi, og höfðu jafnframt einhverjir boðað komu sína í þá för. Haffi var búinn að redda Furulundinum og svo vantaði bara snjóinn. Allt klappað og klárt, eða hvað?
Þegar þetta er ritað virðist sem að það ríki ekki mikil bjartsýni hjá Hlíðfellingum um opnun um næstu helgi, þrátt fyrir að það beri ekki á öðru á myndinni en að snjó kyngi niður. Eymingar myndu sjálfsagt hugsa í þessari stöðu að best væri að halda sig heima en í VÍN eru einungis hraustmenni sem láta ekki hrakspár slá sig út af laginu.
Undirbúningsnemd hefur setið á rökstólum undanfarnar klukkustundir og hefur komist að þeirri niðurstöðu að leggja í hann snemma á föstudegi, því þá um kvöldið verða útgáfutónleikar haldnir á Dalvík með hinni rómuðu hljómsveit Hundi í óskilum, sem er skylda hvers sanns VÍNverja að mæta á. Þá eru ágætislíkur skv. vefsíðu að skíðasvæðið á Dalvík verði opið ef svo ólíklega færi að Hlíðarfjall verði lokað. Sumsé nóg að gera, og enn á eftir að nefna sundlaugina og Greifann. Ætla einhverjir í alvöru að hanga heima og missa af því?
Enn eru nokkur pláss laus í Furulundinum, fyrstir koma, fyrstir fá. Skráning í kommentakerfinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!