miðvikudagur, september 02, 2009
Inngangur að helvíti
Núna síðasta messudag var maður vakinn upp fyrir allar aldir með símhringingu þar sem þeirri hugmynd var kastað fram að skella sér í göngu upp Heklu. Var þessi vitleysislega hugmynd samþykkt í svefnmokinu. Síðan var bara drifið sig af stað. Þarna fóru á ferðinni:
Stebbi Twist
Krunka
Bogga
Eyþór
Drottingin var ekki á því að sýna sitt besta þrátt fyrir að hafa blasað við okkur af suðurlandinu þá safnaði hún nokkrum skýjahnoðrum á sig og því var toppað í roki og vind. En hvað um það þá kláruðu allir verkefni dagsins og skiluðu sér niður að bíl aftur. Sú gamla var bara spök og þrátt fyrir að vera komin á tíma þá gaus hún ekki. Amk ekki þarna. Skyldi einhver hafa áhuga þá má skoða myndir úr göngunni hér
Kv
Göngudeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!