sunnudagur, ágúst 23, 2009

Úlfur, úlfur



Þá er komið að síðasta lið V.Í.N.-ræktarinnar þetta sumarið og verður það komandi þriðjudag. Þessu sinni verður skellt sér á Úlfarsfellið á hjólhestafákum og bruna síðan niður eins og hver og einn treystir sér til. Þegar niður er komið verður haldið áfram og þá hringinn í kringum Úlfarsfell og endað i Mosó. Þá verður haldin svona mini uppskeruhátíð á Áslák. Síðan verður bara farið stíginn meðfram sjónum yfir í Grafarvog og síðan hver og einn til síns heima. Hittingur við Nóatún í Grafarholti á þriðjudag kl 19:00
Vonandi að fleiri sjái sér fært um að mæta en síðast sem fell niður vegna þáttökuleysis. Endum V.Í.N.-ræktina þetta sumarið með stæll

Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!