föstudagur, júlí 24, 2009

Ég fer í fríið, ég fer í fríið

Nú hefur undirritaður hafið sitt sumarfrí. Reyndar er helgin frátekin í Básagæslu svo ekki verður mikið gjört amk á þessum bænum. En eftir helgi er maður laus mánu-, þriðju- og miðvikudag. Þá er maður til einhverja vitleysu og æltar sér að framkvæma eitthvað þá daga. Líklegast verður bara um dagsferðir að ræða en ekkert er búið að negla niður ennþá. Séu einhverjir aðrir þarna úti í fríi nú eða bara lausir eftir helgi og langar að gera eitthvað sniðugt er fólki óhætt að hafa samband. Allar hugmyndir eru vel þegnar skiptir engu hvað það er fjallganga, gönguferð, hjólhestatúr nú eða bara bíltúr. En hvað verður svo gert kemur bara í ljós og allir eru velkomnir með.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!