laugardagur, desember 26, 2009

Hann blés að norðan



Laugardaginn fyrir viku síðan var farin ganga á Þverfellshorn á Esju. Ferð þessi var hefðbundin af því leyti að þetta var þriðja árið í röð sem tölt var upp á Þverfellshorn síðasta laugardag í aðventunni. Líkt og hin tvö skiptin var ekki fjölmennt en samt 100% aukning frá því í fyrra. Núna fóru:

Stebbi Twist
Krunka

Þrátt fyrir norðan garra þá gekk förin að óskum og báðir tveir leiðangursmanna náðu að toppa. Óhætt að segja að það hafi verið kalt á toppnum enda blés þokkalega að norðan en samt tæpast til að kvarta undan. Það furðulegast er, en samt ekki, að það var meira rok í sundlauginni á Akranesi. En hvað um það.
Þótt það hafi tekið tæpa viku þá hafðist það að lokum og komnar eru myndir á lýðnetið. Þær má nálgast hér

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!