þriðjudagur, júlí 21, 2009

Gos í Hengli að stærðinni Laki



Eins og sjá má í dálkinum hér að neðan þá var V.Í.N.-ræktinni stefnd í Hengilinn nú fyrr í kveld. Skemmst er frá því að segja að fimm manns mættu við Gasstöðina á slaginu 19:00 og til í gönguslag við Vörðu-Skeggja í blíðviðrinu. Synd að fleiri skyldu ekki láta sjá sig því það var nú veðrið til, ef ekki nú hvenær þá, en hvað um það. Hinir Fimm fræknu voru:

Stebbi Twist
Krunka
Jarlaskáldið
Benfield
Guðrún

Allir náðu að toppa og við rétt sluppum upp áður en það brast á með þoku. Það var aðeins hægt að njóta útsýnisins á toppnum þrátt fyrir smá mistur. Öllum tókst að skila sér niður og svo vonandi líka heilum alla leið heim til sín.
Nenni einhver að skoða myndir má gjöra það hér

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!