mánudagur, desember 14, 2009

Íbúðalánasjóður



Sjálfsagt hafa glöggir lesendur tekið eftir því að Telemarkfestival Íslenska Apaklúbbsins verður haldið hátíðlegt dagana 12-14.marz á nýju ári. Þá kemur hópur fólks til með að gera sjálfan sig að fíflum með asnalegum norskum skíðastíl en um leið skemmta öðrum þar með talið V.Í.N.
Húsnæðisnemd fór á stúfana í síðustu viku með fyrirspurnir um þak yfir höfuðið þessa helgi og viti menn í dag barst svar um að íbúð Flugfélagsins væri laus 11-14.marz nk. Var hún bókuð á nafni Litla Stebbalingsins hið snarasta. Sum sé amk einn svefnstaður kominn og það gamla góða gildir frystir panta, frystir fá. Bara að skrá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan.
En hér fylgja smá upplýsingar um slotið



HAFNARSTRÆTI 100 - 600 AKUREYRI

Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi (annað herbergið með útgang út á svalir) og baðherbergi með þvottavél. Á efri hæðinni eru tvö svefnherbergi, stofa, baðherbergi, eldhús (útgengt út að stórar svalir). Í eldhúsinu er borðbúnaður fyrir 12 manns og er það búið helstu eldhúsáhöldum, eldavél með ofni, örbylgjuofn og öllum helstu raftækjum.

Íbúðin er leigð með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum.

Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði íbúðarinnar meðan á leigutíma stendur og skuldbinur sig til þess að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dveljast á hans vegum í húsinu á leigutíma.

Leigjandi skal ganga vel um íbúðina og umhverfi og ræsta íbúðina við brottför og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað.

Leigjandi þarf að koma til dvalar í íbúðina á skiptidegi.

Leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, sápu, viskastykki, sængurver, lök og koddaver.

Ekki er leyfilegt að hafa með sér gæludýr í íbúðina.

Leigjandi skal ganga vel um íbúðina og innanstokksmuni. Ræsta skal íbúðina við brottför, ryksuga (líka bakvið og undir húsgögn) og þvo gólf, þurrka af borðum og úr gluggum og ræsta baðherbergi. Gangið frá íbúðinni eins og þið viljið taka við henni.

Lesið vel leiðbeiningar sem festar eru upp í íbúðinni og skylt er að fara eftir.


Takið með ykkur:

Lín, utan um sængur og kodda og á rúmin, handklæði, diskaþurrkur og tuskur.



Svo er bara að fjölmenna til Agureyrish og rústa búningakeppninni þetta árið (öllu heldur það næzta) og ekkert bölvað bull.
Kannski líka í lagi að stíga snjódanzinn og biðja til veðurguðina, þá er Ingó með öllu undanskilinn, um meiri snjó og ennþá meiri snjó

Kv
Húsnæðisnemd

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!