miðvikudagur, júlí 29, 2009
Hohofjall
Sumarið heldur áfram og alltaf styttist í haustið. Maður gerir lítið annað en að eyða af þessu litla sumarfríi sínu og var dagurinn í dag engin undantekning á því.
Í dag var ekið austur fyrir fjall og í Grímsnesið því þar var og er hóll einn sem ganga skyldi á. Við heldum okkur á jarðskjálftasvæðum og að þessu sinni var Hestfjall fyrir valinu. Enda tilvalið að enda þessa göngutörn á einu léttu fjalli svona til ganga sig niður fyrir Þjóðhátíð. Þarna voru á ferðinni
Stebbi Twist
Krunka
á Polly
Það er óhætt að segja það að rölt þetta hafi verið frekar auðvelt enda ágætt meðan maður var að jafna sig á meðslum gærkveldsins. Helst telst það til tíðinda að hundur einn fylgdi okkur og má kannski segja að sá hafi oft vísað leiðina upp. Á toppnum er frábært útsýni sem skemmtileg verðlaun og smá gulrót. Svo var kíkt í sund í Reykholti, farinn smá rúntur um suðurlandið og ma fengið sér ís í Þorlákshöfn. Ekki laust við það að þar fengi maður nettan þjóðhátíðarfíling þó svo maður fari ekki með þessum Herjólfi. En hvað um það
Myndir frá deginum má nálgast hér
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!