sunnudagur, júlí 05, 2009

Bessi Bjarnason



Já komið þið sæl og blessuð. Þá er komið að V.Í.N-ræktinni þessa vikuna. sem þetta ritar er nú þekktur fyrir að hugsa um eigið rassgat og var því óskað eftir því í síðustu viku að komandi dagskrárlið yrði skotið á frest um sólarhring. Enginn mótmælti því og telst það því samþykkt.
Það á sem sagt að hjóla næsta miðvikudag, ekki þriðjudag, út á Álftanes og kíkja í kaffi og kleinur hjá sjálfum útrásarforsetanum. Eftir Bessastaði verður haldið í opinbera heimsókn á Bess-ann í opinbert kveldverðarboð í boði forsetans.
Það verður hittingur við eitt af fallegri húsum í borginni þ.e nýja rafstöðvarhúsinu í Elliðaárdal svona amk fyrir þá sem búa austan Elliðaár. Ælti það sé ekki ágætis tímasetning að fara svona c.a nákvæmlega kl:19:00 á miðvikudag. Síðan verður haldið í gegnum Fossvogsdalinn þar sem líka hægt er að mæla sér mót ,hafa einstaklingar áhuga að skella sér með.
Niðurstaðan er því rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal kl:1900 á miðvikudag.

Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!