sunnudagur, nóvember 08, 2009

Matarveizlan mikla 2009

Nú ætti fólki það vera nokkuð ljóst að ekki eru mjög margir vinnudagar í Matarveizluna miklu þetta árið. Það á eftir að leysa nokkra hnúta og leggja lokahnykkinn á undirbúning og verkaskiptingu. Þar sem þetta er nú ekki alveg í fyrsta skipti sem svona veizla er haldin þá á svona fundur ekki að taka langan tíma. Sömuleiðis væri ágætt að hafa einhverja tölu á mannskap ef einhverjir hafa ákveðið að bætast í hópinn frá síðustu talningu.
Því er það tillaga mín að mánudagskveldið 09.nóv. n.k. verði hittingur um þessi mál. Tímasetning er, held ég, æði klassísk eða kl 20:00 og býður undirritaður pláss í sinni litlu íbúð undir þjóðfund þennan.

Kv
Matarnemdin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!