sunnudagur, desember 13, 2009
Aðventuferðin 2009
Vart þarf að koma á óvart að haldið var í gamlar venjur nú um síðustu helgi og skundað norður til Agureyrish til að ástunda dýrkun á skíðagyðjunni. Ekki var nú fjölmennt enda varla við því að búast en þarna voru
VJ og HT á Blondí og komu þau á fimmtudeginum
Kaffi og Jarlaskáldið renndu í hlað á flöskudeginum á Sibba
Restina ráku svo á laugardagsmorgningum Stebbi Twist og Krunka á Fokker 50
Færi var með ágætum en skyggni var ansi takmarkað nema rétt svo í lok dags en þá var bara silld, aumingja þeir sem misstu af því. Eftir skíðaiðkun og pottalegu var snætt á Greifanum áður en menningunni var sint með tónleikum Baggalúts á Græna hattinum.
Sunnudagurinn fór svo bara í heimsókn í jólahúsið til að reyna að koma sér aðeins í jólaskapið svona í vorblíðunni
Annars hafi fólk áhuga ná nálgast myndir úr túrnum hérna
Kv
Skíðadeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!