fimmtudagur, júlí 23, 2009

Jói á hjólinu



Fyrir einhverju síðan kom Flubba B1 félagi vor með þá hugmynd að hjóla Vatnsneshringinn núna í sumar. Í asnaskap mínum sagði maður auðvitað já, aldrei getur maður sagt nei. Svo kom að því í gær, að stóri dagurinn rynni upp. Þá voru hjólunum skellt á grindina og brunað norður yfir Holtavörðuheiði í gærmorgun áleiðis til Hvammstanga. Þar tók heimamaðurinn á móti okkur og fljótlega var stígið á sveif. Hjólagarparnir voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eyþór
Magnús (stóri bróður Eyþórs)
síðan hjólaði Bogga með okkur fyrstu kílómetrana.

Þetta reyndust vera 91,6 km og þar af fengum við vindinn í fangið fyrstu 50 km og því var farið frekar hægt yfir. Að öðru leyti var fínasta gluggaveður. Þegar komið var fyrir nesið og fólk vonaðist eftir meðbyr en nei, þá datt allt í dúnalogn og var sem eftir var leiðarinnar. En hvað um það. Rétt eftir kveldmatarleyti var komið aftur til Hvammstanga og beið okkar þar ljúfasta Mexico-súpu í boði foreldra Eyþórs. Leið lá svo í sundhöll þar sem strengjunum var slátrað í heitu pottunum. Ferðin endaði svo í Grafarvognum eftir að nýr dagur var runninn upp.
Varla kemur það neinum á óvart að myndavél var með í för og fyrir forvitna má gæjast hérna

Kv
Hjóladeidin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!