mánudagur, september 14, 2009
Enn af LGB 2009
Eins og áður hefur komið fram á síðu þessu þá eru ráð ekki nema í tíma tekin. Því brugðum við Helga á það ráð í tíma að bóka hús fyrir LGB 2009 dagana 13.-15. nóv. nk. Um er að ræða tvö hús í Brekkuskógi. Annað húsið er þriggja herbergja og er hugsað fyrir fjölskyldufólk, nánari upplýsingar um það hér. Hitt er hugsað fyrir þá sem ekki er jafn umhugað um ró og er það tveggja herbergja en einnig búið svefnlofti, nánar hér. Þetta ætti því að taka af allan vafa um stað- og tímasetningu og geta menn nú farið að huga að því að setja saman draumamatseðilinn. Nánar um það síðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!