laugardagur, október 17, 2009

Jólahlaðborð

Í ljósi þess að okkur hefur aldrei leiðst að djamma í Hveragerði hefur sú hugmynd komið upp að halda á jólahlaðborð á Hótel Örk.

Um er að ræða mat, skemmtun og gistingu eina nótt. Okkur datt í hug að gera eitthvað meir út þessu og til að höfða til beggja kynja er dagskráin eftir farandi:

- Strákar skreppa eitthvað til fjalla í jeppum á meðan stelpur gera eitthvað annað til dæmis í fara spa á Heilsuhælinu.
- Allir í hittast í heitu pottunum á hótelinu.
- Mannskapurinn dressar sig upp í sitt fínasta púss og mætir svo í mat.

Jólahlaðborðin eru í boði á föstu- og laugardögum fram til 19 des. Hvað segið þið um 12. des?

Það ku vera eitthvurt tilboð í gangi þarna, 11.900 krónur (á mann í tveggja manna herbergi) fyrir jólamat, skemmtun og svo herbergi eina nótt.

Hvað segiði? Orðið er laust í kommentakerfinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!