þriðjudagur, júlí 28, 2009
Stapafell og Heiðmörkin sjálf
Nú á öðrum degi í sumarfríi var svo sem ekkert slegið slöku við. Reyndar var rölt á frekar auðvelt fjall sem tók heldur ekki langan tíma. Þurfti jú að ná heim fyrir V.Í.N.-ræktina. En hvað um það. Fell dagsins var sum sé Stapatindur á Sveifluhálsi.
Þangað fóru:
Stebbi Twist
Krunka
Sá svo Jenson um samgöngur.
Var það frekar ljúf ganga og var gaman að fylgjast með slökkvistörfum á þyrilvæng með sjálfan Múra undir stýri. En gangan í dag gaf mér hugmynd en hún er að ganga allan Sveifluhálsinn og taka um leið alla ,,toppana". En slíkt ætti að geta orðið 7-tindaferð. En það er bara hugmynd. Svo maður komi sér að máli málanna þá eru það myndirnar en þær má nálgast hér.
Síðan um kveldið var haldið í hjólhestatúr í Heiðmörk sem hluti af V.Í.N-ræktinni rétt eins og auglýst var hér. Fjórmennt var við stífluna og þar voru:
Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Jarlaskáldið
Kaffi
Þar voru teknir hinir ýmsu stígar eftir dyggri leiðsögn Skáldsins. Síðan var endað í hverfissjoppunni þar sumir gæddu sér á Quiznos. Allir skiluðu sér þó heim að lokum en þó eftir mismiklar hamfarir. Langi einhverjum að sjá hvernig allt gekk þá má skoða myndir hérna
Kv
Hjóladeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!