þriðjudagur, júní 30, 2009
POTTÞÉTT ÞÓRSMÖRK 2009
Út er komið hið magnaða meistaraverk POTTÞÉTT ÞÓRSMÖRK 2009, tvöföld geislaplata af annars vegar innlendum og hins vegar erlendum vettvangi, stútfull af skemmtilegri músík fyrir alla fjölskylduna. Reyndar er rangnefni að tala um geislaplötu því þessi plata verður aðeins gefin út á tölvutæku formi. Geislaplötur eru líka svo 2002. Hafi einhverjir áhuga á að ná sér í eintak og koma því á tónhlöður sínar til að stytta sér stundir við á leið í Mörkina, í Mörkinni eða á leið heim úr Mörkinni, geta farið hingað og sótt sér. Góðar stundir.
Kv.
Nemdin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!